Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

 
Hey kids! Remember when I used to be dope?

Allt þetta gangsta í mér minnir mig á plötu sem ég byrjaði að fylgjast með í Japis, Skipholti fyrir átta árum. Hún var með Ganksta C, hét Stepchild. Örugglega voða angsty westcoast eitthvað. Coverið er tekið á b-ball court, Ganksta C með hnefann á lofti, allveg að fara að buffa mann. Mjög fráhrindandi. Það er hægt að finna þetta á AMG. Þar kemur fram að á plötunni eru m.a. lögin Dank Got Me Skitsin og Stepchild sem er pottþétt aðallagið hérna. Best er samt að lag nr. 6 heitir Intro (sic eða eitthvað) og er einungis 1:49. Í lengri útgáfu þessara skrifa leiði ég líkum að því að á Introinu heyrist drykkfelldur faðir röfla, glös brotna og loks nokkur byssuskot og slang sem komst ekki í tísku (ég hef ekki heyrt plötuna enn).
Eftir að hafa legið í langan tíma í rapp hillunni í Japis, algjörlega ósnert, fór búðin á hausinn. Svo var opnað aftur niður á Laugavegi, og greinilega með sama lager því þar var Ganksta C kominn til að vera. En svo fór Japis aftur á hausinn. Það leið samt ekki á löngu þar til að ég sá plötuna góðu aftur, þegar Japis opnaði enn einu sinni. Spurning hvort einhver muni ekki eftir þessari plötu, hún er ljóslifandi í minningunni. Sá sem á þessa plötu einhverstaðar fær fimmhundruðkall.
Það voru þvílíkar klassaplötur í rekkunum sem ég hef aldrei heyrt, einsog Boo-Ya Tribe og MC Brains. En versta svona plata sem lookaði, var Da Lench Mob sem Ísak fékk gefins, Planet of the Apes.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]