Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

fimmtudagur, apríl 15, 2004

 

Andmoreagain

Æ, helvíti, ég hef ekkert betra að gera svo maður reynir að klára þetta bara. Þannig að:

Seinasta föstudaginn í mars mætum við á Victoria Station, túbum á Picadilly og hittum Röggu vinkonu Örnu á Regent Palace of Shit Hotel. Sturtum okkur, held ég, dúllum okkur loks uppá Sheperds Bush, þar er lítið konsert Empire. Ég er látinn bíða heillengi í röð eftir engu, nema að sjá ARTHUR LEE & LOVE! Yess! Motherfuckers! Eftir tvo ömurleg upphitunarbönd, mætir strengjaogblásturssveitin Stockholmeitthvað ásamt nýju Love meðlimunum á svið. Þau fínpússa smá, uns kallinn sjálfur, í það minnsta fimmtugur, stekkur inní ljósin og allt ætlar að verða vitlaust. 1, 2, 3og Forever Changes er tekin í rassgatið, frá toppi til táar, frá #1 til endaloka veraldar. Á tímabili var maður við það að gráta: 'insert bútur úr hvaða lagi sem er.'

Þau voru ekki nema fjögur í strengjunum, og þrír í blæstri, en þau mössuðu þetta svo rosalega. Arthur svo orkumikill, þið hefðuð átt að sjá manninn dansa! Tobbi! hvar varstu! Þegar þau höfðu tekið plötuna í gegn, var alltof stutt encore, nýtt lag, Singin Cowbow, medley af Little Red Book og Seven & Seven Is. Bæ. Gríðarlegt. Við hefðum samt viljað heyra Always See Your Face, en það er ekki á allt kosið.

Love Best Í Heimi? Ég keypti drullugóðann Arthur Lee bol, það eru núna mínar ær og kýr að sporta þeim bol (seinna fann ég svo bol með koverinu á Electric Warrior, sem er álíka digghæfur).

Svo gerðum við ekki sjitt, mörkuðumst lítið eitt. Sáum Judi Dench, gaman að því. Ekki löngu seinna heyrum við skræka íslensku, eru það ekki Þórhildur leikhúskelling og Ingibjörg Sólrún að röfla eitthvað um notagildi þess að vakna skildist mér.

Næst, sofið í bóli bjarnarins, gengið um ganga Chrissie Hynde og Skarpi verður fullur.


Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Ummæli [Atom]