Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

mánudagur, september 06, 2004

 

They say fear is a man's best friend

Í Lesbók moggans voru greinarkorn um ýmsar bækur sem búast má við fyrir jólin, svona early Bókatíðindi, og fátt finnst mér skemmtilegra en Bókatíðindi! Niðrí Meðalholti er alltaf, bæði hátíð í bæ þá, og svo einnig barist um helvítis eintakið.

Meðal þess sem mér leist vel á var Bítlaávarpið eftir Einar Má, sem mun fjalla á "ljóðrænan hátt" um innreið rokksins í Reykjavík. Og svo þriðja bók Péturs Gunnarssonar í flokknum skáldsaga Íslands, en þær tvær sem hafa komið út á undan tel ég vera einhverja bestu dægradvöl sem fæst. Bækur sem gera mann gáfaðari, og þá er ekkert slegið af snilldinni.

Það kom líka fram að Stefán Máni væri að koma með nýja bók, svona hálfgerða glæpasögu, dóp og svona! Söguhetjan heitir Stefán (gott touch!), og í óskilgreindum tengslum við kókaín verður Stefán að Stebba Physco! Við að lesa þetta, setti að mér þvílíkan hlátur, að ég hefði ekki getað logið því að fokkins Lesbókin gæti haft þau áhrif á nokkurn mann. Það var samt ekki gleði, eða neitt slíkt, frekar taugaveikluð hænuskref down memory lane.

Einsog allir sem eitthvað voru niður í bæ, um 95-98 á Spilatorgi og í nágrennisins reykhornum og landabekkjum, muna, var þar alltaf á sveimi, svona einsog legend, helvítið hann Stebbi Sækó (ég sá nafnið alltaf svona fyrir mér). Maður gat átt það á hættu að hann, og bróðirinn Diddi, hristu uppúr vösunum manns allt klink eða sníkt einsog allar sígaretturnar manns.

Fyrir nokkrum verslunarmannahelgum síðan drápu þeir svo næstum strák, með hjálp pabba síns ef ég man rétt (sem er nú önnur saga) og hentu honum innfyrir girðingu á róluvelli! Urðu þá þekktir sem Skeljagrandabræðurnir í DV. Kannski hefur Stefán Máni orðið svona heillaður af sögu þeirra og leitað þá uppi á Litla-Hrauni, amk vona ég að þeir séu þar.

Diddi og Stebbi. Það er hrollvekjandi minningaflæði núna í gangi.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Ummæli [Atom]