'Cause money doesn't grow on trees
númer átta
Loving Pauper með Gregory Isaacs
Ahh, reggí! Ahh, Gregory!
Ég er að komast á þá skoðun reggí, þá er orðið (e. term) notað á svipaðan hátt og orðið rokk, sem besta tónlistarstefna allra tíma. Ég þekki ekki nema örfáa listamenn (Gregory, Toots, Marley, Dennis Brown, Linton Kwesi Johnson, Jimmy Cliff og Max Romeo, Lee Perry) en trilljón lög með ýmsum, og ég er alltaf að finna nýja og nýja snilld. Það er kjaftæði, að reggí sé einhæft, fjalli bara um gras og Jah. Það er til hundruðir stíla og umfjöllunar efna. Þó auðvitað sé þessi leiðinda trú, gras og eitthvað svertingja-þræla-dæmi oft í gangi hjá köllunum. En hvað með það? Er gras ekki snilld! Eða þrælar? hvar værum við án þræla? Ekkert reggí, eða rapp! Þrælahaldið er dautt, lengi lifi þrælahaldið!
Loving Pauper (það er soldið fokkt að ég kann ekki að bera fram
pauper) fjallar ekki um gras eða Jah, eða eitthvað álíka, heldur er það þetta universal þema fátæktar það sem sungið er um svo snilldarlega af the Cool Ruler.
Lagið er kover, ég þekki ekki originalinn, en þessi snúningur Gregory er algjörlega frábær, enda einsog samið fyrir hann, þó hann hafi að mestu samið sitt sjálfur. Viðlagið segir allt sem segja þarf, og snúið á íslensku hljómar einhvern veginn svona:
Peningalega séð er ég frekar fátækur, en af ást á ég nóg. Ef þú ert svöng, skal ég gefa þér eitthvað að snæða. En ég get ekki boðið þér út einsog aðrir gaurar sem ég þekki, eða keyrt þig um á sportbílum, en þegar það kemur að ást, þá á ég nóg, í ástum er ég ágætur, ágætur.
Nú þekki ég ekki alveg hvernig mínir góðu lesendur hafa það, í ríkidæmi eða fátækardómi, en amk smellur textinn við mig. Engum býð ég uppá bíltúr, fokk, ég er ekki einu sinni með bílpróf.
Nú, lagið er kannski ekkert ógurlega spes, eða með einhvern einkennandi fítus sem dregur mig að sér, ekkert dub dæmi í þessu lagi. Ætli það sé ekki helst söngurinn, tilfiningin og textinn, einsog annað á þessum auma lista, sem kveikjir í mér.
Í sæti Gregory, ætlaði ég að setja annað lag, Financial Endorsement. Ansi svipað lag, sem líku inntaki og texta, en á síðustu stundu breytti um. Veit ekki hvers vegna, í því er lagið aðeins fábreyttara, og raddbeitingin lágstemmdari... Frábært lag engu að síður, og það má segja að hér sé um jafntefli laganna að ræða.
Önnur lög: Mr. Cop, Night Nurse (reyndar soldið eitís, en venst) og Promise is a Comfort to a Fool.
Platan: Maðurinn er með óþolandi diskógrafíu, Nilli var með einn tvöfaldan sem lookaði vel, ég á einfaldan Music Club comp af seventís lögum sem er feit útí gegn. Í raun svo feit, að þeir sleppa Financial Endorsement, og þeir sem heyrt hafa vita þá hversu góð restin hlýtur að vera.
Að lokum, það er eiginlega næstum öruggt að reggí frá 1968, til svona 1981, er feitt. Eftir það kemur svolítið leiðinda sánd, þetta dancehall dæmi allt saman.
Og að enn meiri lokum: Djöfull þykir mér hún ömurleg þessi hommaphobia sem er í gangi þarna á Jamæka núna, og í tónlistinni. Þetta er einsog fávitarnir þarna í Bandaríkjunum, með hommma á heilanum. Án gríns, fyrir rúmlega ári síðan var helsti talsmaður samkynhneigðra á eyjunni stunginn til bana, og allt hverfið kom og hélt partí fyrir utan heimili hans þegar fréttist af morðinu! Og fullt "listamönnum" þarna syngja varla um annað núna, en að drepa
batty men. Fokking ógeðslegt, og hreinlega bara ömurlegt að heyra af heilu þjóðfélagi sem er svona bilað. Þeir trúa til dæmis margir ekki að þeir geti fengið eyðni af konum, eyðni sé bara homma sjúkdómur.