grasið sem vex svo tryllt
vertu, hvíslar það: velkominn
í vegleysuna - illt í illt
númer sjö
Brámánarnir bláu með Megasi
Ég var eitthvað að velkjast með það hvort pláss væri fyrir íslenska músík hér... Og hér er hann, Megas! Auðvitað, velktist ég með fokkings lagið, en minn skjóti hugur virðist vera sáttur með valið. Svanasöngur á leiði! Þvílík plata! Alls ekki fullkomin, enda hel löng, og nokkuð af ekki nema hálf góðum lögum.
En samt: Enginn listamaður, sem ég þekki, hefur gefið svo góða plötu út rúmum þrjátíu árum eftir frumburð sinn. Kannski eiga þessar nýju Dylan plötur að vera góðar, en það sem ég hefi heyrt af þeim, er í raun bara það gamla "góða". Á þessari plötu tekur Megas enn stökk frammá við í, og svo bara aftur með þeirri næstu í allt aðra átt. Dylan litli varla rétt litið upp undan einhverri kántrí kú í tíu ár, eða meira.
Undirtitillinn er Ný íslensk einsöngslög, píanóleikur Jóns Ólafssonar er góður, annars ber ég lítið skynbragð á svoleiðis. Textarnir einhverjir þeir bestu frá Megasi, einsog allir vita samt eru þetta ekki ljóð, þau lesast ekkert voða vel, og erfitt að fá botn í þau. En úr munni söngvarans, meika þau sens, og þannig á það að vera.
Brámánana valdi ég, en það gæti eins verið Þagnarmál eða Klappað í stíginn eða Afmælisanþem eða Sakleysi mitt seinheppið. Eða þá, auðvitað lög af öðrum plötum mannsins.
Einn uppáhalds verkunin við Megasar lög, er að svo og svo oft, stendur maður algjörlega á gati gagnvart orðagnóttinni. Nokkuð oft hef ég leitað útskýringa í bókum, og þannig fræðst, vegna texta M. Sem dæmi um það, til tek ég bara titill þessa lags er hér er í ósköp virðulegu sjöunda sæti yfir Langsamlegabestulögallratíma. Reyndar leitaði ég ekki í bók, heldur spurði mömmu, þó svo að með ötulum huga hefði ég getað ráðið gátuna sjálfur. Og orð einsog brámánar, það eru orðin sem gera íslensku svo fallega, og þessvegna er hvítt fólk fallegra en annað, og-svertingjar-hlaupa-bara-hratt-því-þeir-eru-heimskir.
Tilvitnunin hér að ofan er falleg upp að vissu marki, það er skemmtilega ort í það minnsta. Og hún, líktog allur texti lagsins, hefur einhver áhrif á mig... Í raun er ég hræddastur um að ég lifi einhvern veginn eftir þeim. Það er: ég búi mér til veröld úr texta einhvers, til að fylgja, og það, dömur mínar og herrar, er ekkert nema fokkt. Nick Hornby fjallaði svosem um það, og ég tek ekkert við kyndlinum frá honum, með það, beini ykkur frekar þangað. Og hafið alltaf í huga, að bókin er betri en myndin. Það er næstum óbrjótanlegt lögmál.
Tilvitnunin hér að ofan beinskeytt. Og gaman að syngja með, í allri tilgerð og stíl söngvarans, og það gerði ég. Ætli ég ausi sjálfan mig nokkrum auri, þó ég viðurkenni ruslið í mínum eigin bakgarði með það, en þegar nefnd plata kom út var ég á kafi. Svo miklu jafnvel, að þó ég tæki undir, þá kveikti ég ekki á perunni fyrren ég veltist niður hlíðina undir vökulu auga öngvans, nema mín sjálfs. Og vitund mín sjálfs, tók stakkaskiptum, og þó ég taki undir enn þann dag í dag, þá siglir mitt fley ofar þeim álum.
Gott lag, ekkert nema, og sjöunda sætið situr keikt. Lag og plata er skyldu eign.