I feel most together with my nowhere stare
númer fimm
Me and My Woman með Roy Harper
Ég biðst forláts, þessi virðulegi listi tíu bestu laga allra tíma, er að einhverju leyti ónýtur! Í bölvuðum asnaskap, gleymdi ég þessu lagi, einu því mest grand, epíska, ljóðræna og lengsta lagi allra tíma, sjálfu Ég og kvensan mín. Til að bjarga þessu, skelli ég því hér, í joint sæti með You Set the Scene.
Afsakið meðan að ég æli... af stressi.
Einhver á hinu víðfema interneti mæltist svo til, að ég skyldi heyra Roy Harper og höggva mann og annan. Nú er ég með running gun blues, og er einn harður Harper maður. Áðurnefnt lag var svo til orðað, að þar færi hans merkasta verk, og er svo vel til munns mælt. Me and My Woman er eitt merkasta lag síns tíma, og á vel heima á topp tíu lista yfir ellefu bestu lögin sem þú hefur ekki heyrt.
Lagið er þrettán mínútur! En það er þannig kaflaskipt að maður fær ekki svo glatt leið á því, meðan á hlustun stendur. Já, og það er bara hann með kassagítar og ögn af strengjum við og við.
Textinn er ótrúlegur, ég segi ekki meir, og það er í raun að segja of lítið. Hann byrjar svo:
I never know what kind of day it's been on my battlefield of ideals
But the way she touches and the way it feels, must be just how it heals
And it's got a little better since I let her sundance
Ég get ekki greint hvaða dagur það er, á vígvelli hugsjóna minna! Er Roy Harper upprunalega hugsjónadruslan?
Þetta brot er einungis úr blábroddinum, stemmingin verður bara súrari, þéttari, gítarinn flóknari, tvífelldni orðanna þrútnar í svindluðu eipi og raungildi orðanna verður gúlpandi kökkur í hálsinum, sem leggst saman í foss oní rassgat svo þú skítur í þig af hræðslu við að deyja. Og svo, þegar laumu setningin, dead on arrival right-a-where I stand, verður að hrárri, ryðgaðri möntru of sorts, hræðistu ekki meir: Þú, ég, við, erum dauð hvorteðer!
Og það eru samt rúmar fimm mínútur eftir! FOKK FOKK. Hvað þá? Verður geimurinn að öskubakka? Förum við í röð, plöntum okkur mitt í umferðarhnútinn, tilbúinn fyrir heimsendi, Í HEIMSENDABÍLNUM?
Já já já já. Já.
Og allt fyrir einhverja konu! Er það henni að kenna, að gaukurinn, starrinn, þrösturinn eða helvítis skúmurinn, dansar gegnum hátíð morgunsins? Eða vegna hennar sem döggin snýr rótunum uppí kyngimagnað loftið? Loftið sem er bara hringvegur, eða landslagið, sem verður aldrei annað en mín síðasta máltíð? I NEED MY OWN GOOD FRIDAY... and I'm trying to fix the deal.
Svo er það bara konan þín, þú og hún. Allir þurfa konu, líka konur, og það er ekkert athugavert að konur giftist hvor annari. Börn eru til trafala, í sannri ást.
Stormcock er essential plata, öll fjögur lögin eru nóbels verðlauna efni. Því miður þekki ekki aðra plötu með hr. Harper, utan nokkra MP3, þar á meðal live upptöku af ótt og títt nefndu lagi, sem er einsog því von og vísa til, alls kostar frábært. Það eru engin rök fyrir því að eiga ekki þess plötu. Fokk, Hansi ætlar að gefa ömmu sinni hana í jólagjöf! Án gríns, elskulegu afturhaldskommaljúfurnar mínar.
Og, já, stormcock er fugl, líklegast ófáanlegur hér á landi. Hann er fuglinn sem syngur uppí storminn öll dægrin löng. Sem er örugglega jafn gáfulegt og að pissa uppí vindinn, en á hinn bóginn, ósköp göfugt.