Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

mánudagur, desember 13, 2004

 

I thought you'd listen to my reasoning

But now I see you don't hear a thing

númer þrjú

All Or Nothing með Small Faces

Allt eða ekkert.

Anthemic er orð sem ég nenni ekki að reynað útskýra, en All Or Nothing er fokking anthemic.

All Or Nothing er eitt besta lag allra tíma. Steve Marriott syngur af geysilegri innlifun. Og hann meinar það, hann veit að það gæti farið einsog hann vildi óska sér, en hann er ekkert fífl, það getur brugðið til beggja vona. Og hann syngur einsog hann viti það. En hann þarf bara annan helminginn af henni, og hann biður um stuðning okkar: Come on my children (sem var svona frasi hjá stráknum, sem bregður nokkuð fyrir í fyrstu verkum Small Faces). Og lagið var hittari, fór í fyrsta sætið í Englandi, og hefur verið einn sá besti #1 smellur allra tíma, og einsog sjá má er ég ekkert ósammála því.

I ain't telling you no la-la-lies
So don't just sit there and cry, girl
It's all or nothing...
For me


Það voru nokkur Small Faces lög sem komu næstum til greina í þeirra sæti, þó í raun hafi ekkert verið nálægt. Þau eru: Tin Soldier sem byggt er á ævintýrinu góða eftir HC Andersen, og inniheldur bakradda snillinginn PP Arnold. Afterglow of Your Love, Come On Children (sem er einn frasi), Autumn Stone, Universal og til að loka þessu kover Small Faces á Tim Hardin lögunum If I Were A Carpenter og Red Balloon.

Innsiglið er svo þetta: Small Faces eru þriðja uppáhalds band undirritaðs.

Sorrí hvað þessi færsla er slöpp, en ég er jafn andríkur og smjörlíki.


Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]