I still get jealous of your old boyfriends in the suburbs sometimes
númer níu
Hospital með The Modern Lovers
Lagið kom fyrst út á Modern Lovers plötunni, sem kom út árið 1976, en var tekið upp einhverntíman á milli '71 og '72. Hvort lagið hafi verið tekið upp í John Cale session-unum nenni ég ekki að athuga. En ímyndum okkur það, það er einhverra hluta vegna skemmtilegri pæling.
Annars, þá er Jonathan Richman svo fyrirferðarmikill, að ég held að producerinn skipti litlu máli. Modern Lovers höfðu verið til lengi, og lögin líka, hljómsveitin hafði slípað lögin mikið til.
Á plötunni, af öðrum lögum ólöstuðum, er Hospital besta lagið. Og þá sérstaklega textinn, sem óendanlega fallegur í sínu tímalausa tímablti (amk meðan enn verða til bakarí). Hospital heitir lagið, stúlkan liggur greinilega á sjúkrahúsi, og Jonathan biður hana að hleypa sér aftur inní líf sitt þegar hún losnar þaðan. Illu heilli, eða ekki, fáum við ekkert að vita um ástæðuna fyrir veru hennar þar, hvort um sé að ræða handleggsbrot ellegar hvítblæði. Jonathan spittar frekar rímu um hvað hann gerir meðan hún liggur á beðinu, segist fara í bakarí á hverjum degi, vegna skorts á "sweetness" í lífi sínu.
Textinn er aðal í laginu, hann er ekki grínaktugur einsog flest annað á plötunni, Jonathan syngur rólega með sínum skringilega stíl og röddinni sem er blueprint fyrir aðra nörda-rokkara einsog David Byrne og Tom Verlaine. Það er örlar jafnvel fyrir grátstöfum, enda textinn og lagið alveg þess verð, þessi leikræni stíll náttúrulega beint uppúr Raymond.
Í lok hvers vers, er smá rave-up:
I can't stand what you do
Sometimes I can't stand you
And it makes me think about me
That I'm involved with you
Sem gefur smá kraft, sérstaklega í þessar skrýtnu línur.
Frábært lag, og þó erfitt sé að henda nákvæmar reiður á merkingu þess, þá tengist ég því sterkum böndum.
Mæli með The Modern Lovers. hljómsveitinni og plötu með sama nafni. Önnur lög eru td Roadrunner, Dignified and Old og Old World. Að ógleymdu I'm Straight, sem fjallar um að nota ekki eiturlyf á ansi skondinn hátt, sérstaklega skotinn á hasshausa, enda ekki furða að bandið hafi oft verið grýtt af sviði á þessu post-hippa tímum.
Textann við lagið má finna
hér!