Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

mánudagur, desember 27, 2004

 

There were many invitations, and I know you sent me some, but I was waiting for the miracle to come

Kláraði Sólskinsfólkið í nótt, og tel mig hafa skilið bofs. Eitt bofs.

Hafði samt ansi gaman að henni, oft flott orðfæri, og ég er sammála því að lýsingarnar á hinni tómi Reykjavík séu frábærar. Sérstaklega vil ég nefna salt dæmið (ég held mig til hlés og læt ekkert uppi, og segi þessvegna dæmi). Lýsingin var rosaleg, ég var kannski ekki hræddur, en ég var mjög spenntur og visulisaði þetta algjörlega fyrir mér.

Nóteraði hjá mér, að á einni opnunni væri dæmi um svaðalegan ritstuld (bls. 90/91). En hef svo komist á þá skoðun, að frekar sé um að ræða homage eða þá stílbragð sem ég kem ekki höndum á. Núna dettur mér í hug að kannski sé þetta paródía, að Ari sé þá ekkert maður sem Steinar Bragi hrífist af, eða hann sé bara bjáni (Ari).

Ég minnist bara á þetta, því þær eru svo augljósar - man ekki eftir öðrum svona úr lestrinum. Þær eru í fyrstu bók Skáldsögu Íslands og Engla Alheimsins. Steinar fer með þuluna um eyðingu skóga hér, og telur að þessvegna hafi Íslendingar gripið í ættartrén, sem er beint uppúr Einari Má. Svo tekur hann texta Péturs Gunnarssonar um hvernig landið hefur verið landnámsmönnum sem autt blað, fer með uppúr honum, næstum orðrétt, upptalninguna á tilefni ýmissa örnefna: Auður djúpúðga týnir kambi á Kambsnesi, etc. etc. Steinar tekur þetta svo langt að það jaðrar við illgirni í mínum huga.

En, nú er ég einungis leikmaður, og dæmi ekkert um hvort hér sé verið að gera grín, eða bara kink of the koll.

Svo má líka ímynda sér, að þetta sé allsekkert original hugmynd Péturs, en ég bara þekki hana ekki annarsstaðar frá.

Hvaðan koma þessar stelpur í þessum bókum "ungu" höfundanna? Þær virðast eiga voða bágt, og það sem skringilegra er, þær virðast líta á grimmdarlegt, eða tilfiningalaust og hömlulaust, kynlíf sem bót allra meina. Það er ekkert að því, og kannski er það svoleiðis, en þar sem þetta hljóta að mestu leiti að vera fiction persónur, og stökkva uppúr hausunum á einhverjum strákum með einbeitingu og sjálfsaga, að vera svolítið brenglað. Stelpurnar drekka og dópa mikið, alltof mikið kannski. Ein af óskum Heiðu í Sólskinbörnunum, var um ópíum; "langaði í ópíum, að ríða í rauðu pulluhafi í ópíummóki..."

Ég veit ekkert hvert ég ætlaði með þetta. Þetta er bara eitthvað svo ráðandi finnst mér - ég viðurkenni að hafa ekki lesið Dís, en tel mig vita að þær séu ekki svona í henni.

Núna, nákvæmlega núna, þegar ég fletti í gegnum hana, þá sé ég hversu skrambi góð hún er. Hún er morandi í vísbendingum or cue-um sem maður verður að taka eftir, auðvitað, geri ég það ekki, enda spanaði ég soldið í gegn. Það er víst að ég lesi hana aftur bráðlega þegar ég verð uppiskroppa, eða finn tóm til.

---

Fann hérna, og hlustaði á í fyrsta sinn Cohen plötuna The Future. Hún kom skemmtilega á óvart, og er í sama gæðaflokki og I'm Your Man. Ég er sérstaklega hrifinn af Watiting For The Miracle To Come. Platan er allsekki jafn syntha-drifin, það eru trommuheilar og svona, en líka fiðlur og mandólín í bland, og þetta virkar svona stórvel!


Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]