Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

mánudagur, desember 13, 2004

 

With every goddess a let down,

Every idol a bring down,
It get's you down.

But the search for perfection,
Your own predilection,
Goes on and on and on and on...

...But you are my favorita
And a place in your heart dear
Makes me feel more RE-al.

Oh mother of pearl,
I wouldn’t change you
For the whole world


númer tvö

Mother of Pearl með Roxy Music

Mother of Pearl, hvar á að byrja, hef ég eitthvað til málana að leggja? Er ég fær um að tjá mig um Mother of Pearl? Verð ég ekki að byrja á að viðurkenna að ég hef litla sem enga glóru um hvað Mother of Pearl er? Orðabækur færa mig ekkert nær. Enskumælandi fólk sem ég hef haft samband við, kannast ekki við það. Ég hallast að því að átt sé við einhverskonar móður perlu, þá hreinustu sem finnst: ást?
...

Lagið er sprengja sem springur strax á upphafs sekúndunum, leggur upp með að deyja eða eitthvað, en maður veit það auðvitað ekki við fyrstu hlustun, ekki frekar en á næstu stund sé farið í gylltasta himnaríki! Ég hélt að þetta væri eitthvað leiðinlegt rave-up, Ferry er svo kræfur að heimta að maður hækki í hi-fi-inu, eins "hi" og "fi" kemst. Rokksúpan magnast í no-no-no-no kór, þegar Ferry spyr hvort þú eigir þér framtíð, uns rúsið lognast útaf og verður að möntru, eða maníu. Bundið í eitthvað sem Ferry gæti haldið að séu hækur, heyrum fáránlegar pælingar, svo absúrd og fjarri okkur venjulegum, að mann sundlar næstu fimm mínúturnar. Ég fíla mig soldið eins og kóng, sem hirðfíflið leggur til lexíurnar - sem er lásí pæling - ég fíla mig einsog sjálfur Díógenes sé kominn uppúr tunnunni, ég sé mikilmenni í viðurvist heilags kjána.

Tek ég hann hátíðlega, þennann asna, þennann heimspeking?

Take refuge in pleasure.
Just give me your future,
We’ll forget your past.


Já, ég geri það, manísk mantran hefur svo eitrað minn koparfyllta hug, að þessi hundaspeki, ef nokkur er, syngur um mig allann. Flösku-vision vil ég kalla það. Og hæst bylur í tómri tunnu, alveg einsog það glitrar mest á ódýrasta glingrið, og þessi öfugi Díógenes, deilir og drottnar.

Nú sérðu móta fyrir takmarkinu, rétt utan seilingar en glóandi. Voða gral-legt allt.
Ást og dýrð, það er sama gamla tuggan, þetta er allt saman helvítis látbragðsleikur.
Ó! Móðir Perla, ég myndi aldrei, aldrei skipta á þér og annari stúlku.

Hundingjinn veit greinilega ekkert í sinn haus, hann er útúr partíaður, skiptir um búning einsog hendingar. Og, þó ég vilji ekki gefa neitt eitt svar, því Díógenes Ferry er kryptískari en venjulega, er kannski einhvers að leita hér:

Divine intervention
Always my intention
So I take my time.


Og þegar maður hefur drukkið svo og svo mikið kaffi, er guðdómur ekki fjarri, er jafnvel sannari en annars, og séra Ferry rekur okkur áfram með gildishlöðnum staf áfram í réttirnar. Og ég bara er hér, bíðandi og svona, hef mig hægan, maður finnur ekki ástina gegnum kíki.
...

Roxy er snilld, tekur á bæði andlega og líkamlega. Fyrstu fimm plöturnar eru frábærar, og svo er ekki vitlaust að finna Viva! Roxy uppá live-hljóminn sem er alls ekki síðri, auk þess er b-hliðin bókstaflega að springa af klassík.

Önnur lög sem hefðu átt inná listann eru End of the Line, Psalm, If There is Something, Bittersweet, 2 H.B. (sem ég var að fatta að merkir To Humphrey Bogart), og loks Just Another High af Siren sem er ótrúlegt, rosalega beitt og sárt lag, (playing at love was just another high) sem ég tek kannski seinna í svona útfærslu.

Önnur uppáhalds hljómsveitin mín, get the picture? Have you a future?


Ummæli:
Eitthvað segir mér að sólin muni setjast á vígvellinum í næstu færslu....
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]