Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

föstudagur, desember 03, 2004

 

You go through changes, it may seem strange

Is this what you're put here for?
You think you're happy and you are happy
That's what you're happy for


númer fimm

You Set the Scene með Love

Og í fimmta sæti er lag númer ellefu af hinni stórgóðu Forever Changes. Það er merkilegt með þessa góðu plötu, að eiginlega ekkert lag stendur uppúr í raun, það er helst að A House Is Not a Motel sé lagið sem mest kveður að, og þá einungis vegna þess´, að í því er notast við rafmagnsgítar af miklum móð (annað af einungis tveimur á plötunni, minnir mig).

Á fyrstu fimmhundruð hlustunum voru einhvern veginn öll hin lögin í uppáhaldi önnur en You Set the Scene. Reyndar tel ég, þar sem það er lokalag plötunnar, að ef það væri ekki fyrir bónus lögin, sem náttúrulega loka plötunni, þá hefði það fyrr náð mér. En svo má kannski segja, að þessi árátta gagnvart plötunni, sé einmitt í stíl við titilinn.

Annars, þá er ég eitthvað slappur, og hef ekki margt að segja, enda um að ræða þvílíkt meistaraverk, að mín fátæku orð ósjálfstæð og slöpp. Vil samt minnast á, að þegar við Arna trekkuðum til London, að sjá Raymond aðallega (fyrir mig, amk), þá sáum við Artúrinn renna plötunni í gegn, frá byrjun til enda. Og, góðir lesendur, er lokalagið var flutt, þá hefði ég helst óskað þess að veröldin stæði í stað. Tónlistin yrði endalaus, næði út fyrir öll þekkt mörk tíma og rúms, á staðnum ákvað ég að varla væri hægt að komast nær tónlist guðanna. Síðan þá er þetta orðið eitt af þeim lögum sem ég hef hvað mesta ást á.

Punktur.

Einhver önnur uppáhalds Love lög, eru td: August, Always See Your Face, Singing Cowboy, Everybody's Gotta Live, Gather 'Round, Andmoreagain, Stephanie Knows Who og Seven & Seven Is.


Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Ummæli [Atom]