Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

mánudagur, desember 13, 2004

 

You must leave now, take what you need, you think will last.

But whatever you wish to keep, you better grab it fast.
Yonder stands your orphan with his gun,
Crying like a fire in the sun.
Look out the saints are comin’ through
And it’s all over now, baby blue.


númer fjögur

It's All Over Now, Baby Blue með Them

Enn annað koverið á listanum og ekki eftir ómerkari mann en Bob Dylan. Verst að hann hefur aldrei tekið lagið sömu hæðum og Van Morrisson og félagar í Them.

Ég heyrði fyrst lagið í myndinni um Basquiat, listamanninn ómögulega sem ég var svo "hrifinn" af þegar ég var 15, og hélt að þetta væri Stóns lag - og þá er ég að tala um Them útgáfuna, ef ég fer að tala um aðrar tökur, skal ég reyna að taka það fram. Það lauk svo að ég keypti soundtrackið, sem nb inniheldur fullt af góðum listamönnum, John Cale td með Halleluja, Tom Waits með gott lag um Kaupmannahöfn eitthvað og svo Public Image John Lydon með samnefnt lag, og voru þetta mín fyrstu kynni við téða menn.

Djöfull er ég andlaus. Það gæti sakað að ég hef ekki Them útgáfuna haldbæra einsog stendur, og verð að notast við önnur úrræði, svosem 13 Floor Elevators, Chocolate Wathcband, Richie Havens og svo Dylan sjálfan. Eða meira að segja Baby Blue með Badfinger, sem er alls ekki sama lagið! (Djöfuls hroki er þetta samt! Er þetta ekki soldið einsog... öh, Oasis semdu lag sem héti Imagine eða eitthvað, Here Comes the Sun!)

Það er engri rýrð kastað á Dylan, þó ég segi að hljóðheimur Them sé mun flottari en hann sjálfur nokkurn tíman skapaði fyrir Baby Blue. Bassalínan er feit alveg í blábyrjunina - er jafnvel the main ingredient, sem það var alls ekki hjá Dylan. Og hvað meir? Hvað er þetta, orgel eða svona harpsicord? Veit ekki, en það flott - flottara en kassagítars pikk. Svo er það náttúrulega sjálfur Morrisson, sem hljómar einsog Mick Jagger, en bara svo miku betri, hnausþykkur af brennandi sál einsog versti negri. En það er textinn...

Það er textinn. Og hann er náttla púra Dylan - ekki að Morrisson sé slappur, á Astral Weeks er textar fyllilega sambærilegir - the sky, too, is folding under you! Folding under you! Himininn? Líka? Hver er eiginlega þessi Þú Dylans svona yfirleitt, aumingja hún, hún á bágt. Annars er textinn, ráðleggingarnar og heilræðin og jafnvel orðalagið, frekar hugljúfur fyrir þann Dylan sem maður á að venjast. Í flutningi Dylan verður hann voða gentle, einsog honum þyki þetta leitt, en: It's all over now, baby blue, einsog hann þreytist ekki á að minna okkur á. Og það er ekki laust við að maður trúi honum, þó það vanti algjörlega uppá að maður viti eithvað um afhverju öllu sé lokið, að það sé bara nákvæmlega allt búið. Það er felst þó huggun í að þó svo sé fyrir einhverjum komið, þá er eitthvað eftir, einhver væntumþykja, nokkur ylvolg orð. Nokkrar heilar setningar til þeirrar sem gerði þig munaðarlausan, mundandi byssu þarnar fyrir handan, grenjandi einsog bál í sólinni!

Crying like a fire in the sun! Það er hreint gengið til höggs samt, meiningin er vel ljós, þessi "Yonder" er ekkert happí, en er samt öllum lokið: It's all over now.

(Það leiðir mig samt, að það er alveg hugsanlegt að þessi lína hér að ofan sé stolin, eða vísun í eitthvert verk sem ég þekki ekki. Að nema ekki vísanir, er mér stöðugt martraðarefni, því það er fátt jafn ömurlegt og að fara rangt með. Td ef ég gerðist svo kræfur að lýsa setninguna snilldar ljóðrænu sem fæstir popparar hefðu kveikt á, nema eftir að hafa legið í Dylan, ef svo kæmi í ljós að hún er eitthvað frá, tja, segjum bara forn-Grikkjum eða franska gaurnum eða bara Degi Sigurðsyni.)

Ég vek sjálfum mér viðbjóð.

Leave your stepping stones behind, something calls for you.


Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]