Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

fimmtudagur, janúar 06, 2005

 

And I am the water boy, the real game's not over here.

But my heart is overflowing ... anyway.

Þeir hafa ekki Örlög í íslensku orðabókinni (1983). Ég get ekki greint á milli tilfininganna sem í mér berjast vegna þess. Er það hughreystandi, eða algjörlega ómögulegt; skapa ég sjálfur alla mína framtíð með hverri ákvörðun eða action?

Er ég hræddur?

Það var deyfingarkló, að halda að ég ætti mér handrit eða leikstjóra, eða lítinn heila sem fylgdi blint og ómeðvitað, fyrirfram ákveðnum skipunum. 'Eitthvað' átti fyrir manni að liggja.

En, nú sé ég að það var einungis deyfingarkló. Þetta er örlagaþrungust háðung, að sleppa svona dópi, bara til finna hve sárt syngur í sárunum. Þorsti minn í deyfingu er slíkur, að ég líkji mér við Frelsarann (og fel í því hinar ýmsustu aðdróttanir). Þennan sem reis upp þunnur og fór í bað, breytti vatni í vín - var hann að gera grín að mér?

Það er þurr blekking, hundgáin í mjólkurglasi hálfmánans, sagði skáldið, en ég er ósammála. Það er mér ekkert raunverulegra en hróp og köll þessara vina minna í nótt.


Ummæli:
Sá hinn sami og keyrir á Kádillaknum upp að húsinu sem þeir kenna við Grím, og klifrar upp turninn á nóinu og talar tungum um ráðherrastól og fiskilím?
 
Jú jú, sá eini sanni.

Enda mun kyngimagnaðri og svalari en klón tvíbbi sinn.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]