Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

þriðjudagur, janúar 25, 2005

 

Svartnættið hefur legið ans hjálmur yfir okkur í hundruð alda.

Ljóshærð pera kemur að hitta grámaðann huga minn. Svo set ég peruna í mig. Ég færi þér mikinn fögnuð! segir peran. Ég verð kvítur í hugsun og lýsi björtum huga til botns svo að grjótið fagni. Ófreskjurnar spýta ljósi inn í svartnættið svo að hugir þeirra fái veg. Við spýtum beint af augum til þess að sjá óvini okkar. Gáfuðustu ófreskjurnar hafa lampa sem þær kveikja að vild.
Það er gaman að sjá lampana. Kve allt verður bjart í hugum okkar þegar hræðslan víkur burt. Lítill dökkblár krabbi er alltaf fær um að koma mér í gott skap. Á ég að drepa í máltíð fyrir hann svo hann öðlist sælu þessa lífs?
Viltu kammermúsík, spyr ég.
Já, segir hann.


Steinar Sigurjónsson, úr Djúpinu

Svei mér ef Djúpið er ekki eitraðri en Björn og Sveinn! Önnur hver setning er óskiljanlega frábær í sjálfri sér. Það er gnótt af hugmyndum í hverri málsgrein - hingað til - Steinar spilar á mig einsog hljóðfæri, hughrifin eru í raun tryllingsleg, ég velti hinu og þessu fyrir mér. Er eiginlega hræddur um að verið sé að spila með mig, pælingin mín sé gefins með, einsog heilinn í mér sé plastpokinn sem maður hristir úr kellogs pakkanum, þá bókinni, og allt sem ég hugsa sé ekki nema til þess að, af litlum efnum og aumum, rifta samskeytum eða horni af lofttæmdri pælingu með copy- og einkaright, og hafa að leik í klunnalegum höndum fjöldaframleitt morgunverðarkornsleikfang! Fokking vitund mín sjálfs!

Ó guð! Eru hugmyndir mínir ekki nema morgunverðarleikfangslegar að gæðum í upprunalegheitum! Mér er bumbult. Er áköf skrift mín vönduð sem skrípó plastkall úr bandarísku boxi? Er ásetningur minn jafn markviss og cheerios skoparabolti? Eru lýsingarorðin úr pung mínum, sæt einsog lucky charms, ógeði ógeðanna?

Risti ég einhverntíman eitthvað dýpra en rice krispies?

Þið hafið heyrt að coco puffs er búið til úr yddi? Það hefur aldrei verið sannara en nú í dag. Mér líður einsog ég hafi kúkað blóði.

Heill sé þér, Bugði Beygluson, ég drekk þennan bolla fyrir hræi þínu, og svo kardó á morgun. Dey svo niður Laugarveginn.

Ég gæfi tuttugu metra af perlum fyrir snauðari taugar, meiri stjórn, meiri áhrif, en þegar ég öskra er einsog heimurinn snúi sér við á punktinum og togi nærbuxurnar útúr rassgatinu, sljó, heimsk og mött af sjampói. Ég öskra ekki og öskra, ég er ekki öskurapi. Ég er Bumbult, apinn sem var minni en banani, og sest sjálfur bakvið glerið, í hinum ýmsu myndum, og spegla mig í auga náungans, og það er minn Akkilesar hæll. En ég er ekki meira fífl en svo, að ég þekki ykkur öll, þið eruð öll jafn hvít og ég, jafn geðfötluð, öll rotnandi og bilandi, hægt og hljótt, berið öll sama eða svipaðan harm og kal í hjarta. Ef það er einhver hérna inni, yngri en tuttugu, réttu þá upp hönd. Ef það er einhver sem hefur ekki fitlað við kynfæri sín síðasta klukkutíma eða svo, réttu upp hönd. Ef það er einhver sem hefur vott af samúð með einhverjum í heiminum eftir að hafa hugsað virkilega um það í fimm mínútur, biddu þá fyrir mér í nótt, vökvaðu blómin, farðu reglulega í sturtu og sofðu við opinn glugga; þér á eftir að vegna vel, gott ef þú verður bara ekki vinsæll leikari.

Andlit mitt er ans mósaík af freknum, bólum og örum, rytjulegum hárum. Það er ekki um auðugan garð að gresja fyrir sjálfselskt tár. (It's such a gamble when you get a face.) Þó samúðin sé horfin, þó sírenurnar væli í hausum ykkar, getiði ekki annað en fokking sagt sorrí. Og sorrí er ekki orð, ekki tilfinning, ekki fyrirbæn, ekki hugmynd, sorrí er action, verk, framkvæmd - mission í sjálfu sér. Og sorrí er það sem ég er að reyna. Það þýðir samt ekki að ég trúi á fyrigefningu syndanna, eða Jesú á krossinum. Ég trúi ekki á kvalir eða sársauka, kvalir bara eru. Kvalir eru mjólkin útá kornflexið, undirstaða í undirstöðunni.

Hrafnar komu með stafi, stafirnir kræktu J í hár mitt og héldu af stað með mig í eftirdragi eftir botninum. Þeir eru að fara: Það er súgur frá stöfunum sem rísa úr vatninu og fara til hrafnanna. Þetta gekk einsog í sögu; einsog að blása upp poka. Lífið er stutt, þó það sé lengi að líða, ekki eyða því hér.

Mér er bumbult og líður einsog ég hafi kúkað blóði. Sáttfýsin mun blossa upp í mér í draumalandinu, því ég er alveg ágætur gaur. Hafið það eins gott og ykkur er mögulegast að mæla, annars er ekkert mark takandi á því.

Ummæli:
Láttu blómin drepast, myglaðu í eigin skít og kafnaðu í svefni; þér á eftir að vegna vel, gott ef þú verður ekki bara vinsæll rithöfundur.

Þú átt samúð mína og samkennd alla eftir þennan lestur.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]