eða:
"Plís, Dónald."Hvort er'ða, Skarpi? Hvort - hvort!
Er hægt að útiloka umræðu? Er útlit fyrir einstaklega fallegan dag? Á ég að þegja, því umræðan - takmarkið, eða samræðan - er augljós. Mín skoðun svo aumkunarverð í beru tómi alls sem á undan er gengið, að manni er best að þegja þunnu hljóði; skammaður.
Á Háteigsvegi eru hús beggja vegna við götuna. Hægra megin rembast þau við að vera öðruvísi, rauð, grá, brún, og hvít, mis stór og löguð. Fyrir vikið eru þau öll eins. Vinstra megin eru þau öll eins, sama kassalagaða formið, hrjúf áferðin eins. Garðarnir jafn stórir, að framan og aftan, mis vel, eða ekkert, hirtir. Fyrir vikið eru þau í allri sinni dýrð, og hverri misfellu, eins 'öðruvísi' og hugsast gæti. Að ekki sé minnst á að, hvert kjallaraherbergi hefur misjafna lofthæð.
[Edit: Hér er átt við að litið sé upp Háteigsveg frá Rauðarárstíg. Vitanlega, kannski, en sumt fólk lifir og hrærist í að líta niður á hvað sem er.]
Ekki láta hugfallast samt, ÞÚ ert alveg geðveikt öðruvísi. Ég er ekkert að meina þetta neitt illa.
En:
"Það er útlit fyrir einstaklega fallegan dag."Eða hvað?