Hellströminn svíkur ekki!
Nýji singúllinn er fokking góður! Hann virðist hafa gefið trommunum breik, og tekur upp svona Canned Heat On the Road Again flautu riff upp. Og það virkar bestast! Þetta er orðið soldið Belle og Sebastian-legt hjá honum, en það er ekki verra.
Það er hægt að sjá vídjóið fyrir það
hér og hlusta á búta úr nokkrum lögum af nýju plötunni. Þau hljóma vel, en singúllinn En Midsömmarsnattdröm er frábært.
Fenmetrasín mælir með myndbandinu við það lag, það er flott og lagið enn betra. Við höfum engu minni trú á plötunni sjálfri, Hellström hefur nú þegar í tvígang sýnt að hann er einn helsti meistari poppsins sem uppi er á vorum dögum.