I don't need you to take care of meKannski er ég bara kominn á þennan aldur, en ég finn fyrir ofsóknarkenndu brjálæði gagnvart Agli Helgasyni, mig langar til að berja hann. Allt sem þessi mannkúla stendur fyrir - hvað sem það er - er einhvern veginn einsog pirrandi geislabaugur kringum smettið hans - sem notað er sem gæðastimpill, eða undirskrift of sorts. Svolítið einsog Gísli Marteinn er alltaf fenginn til að kynna veislur og hóprúnk, svo gamla fólkið taki þátt, tómeygð á Droplaugarstöðunum Hlemmi - þitt líf.
Geislabaugur segi ég, því hverjar eru skoðanir hans? Þessarar kúlu sem allt þykjist vita, en veit samt ekki rassgat, eða meinar ekki rassgat, því hann heldur öllum góðum. Pirrar hann einhvern einhverntíman? Og þá á ég við einhvern sem er ekki undir landlægu böggi eða einelti?
Geislabaugur segi ég, því fátt er jafn ósnertanlegt og geislabaugur. Ærandi geislabaugur, photoshoppaður geislabaugur. Photoshoppaðar skoðanir, dregnar saman í slogan úr auglýsingastofu Egils Helgasonar. Allt bit er einhvern veginn sleikt aftur, mattir hnífar á lofti. Djöfull, hvað mig langar að troða pennanum sem hann sveiflar sí og æ, uppí aðra nösina hans. Lengst, lengst uppí heila.
Svo ég dragi þetta saman á veimiltítulegan og sparyrtan hátt: Mig langar að
veitast að Agli Helgasyni.
Samt, ég held ég sofi þetta úr mér.
Mikið fer það í taugarnar á mér að í ansi slappri grein sinni í TMMM, gefi Katrín Jakobsdóttir upp plottið í
Allt í lagi í Reykjavík upp - í varla nema einnar málsgreinar umfjöllum (bókin hentaði ekki menginu um stórglæpa Rvk.). Annars kláraði ég ekki greinina, Arnaldar þáttur Indriðasonar hefur gjörsamlega farið hamförum undanfarið og leiðist mér þetta sífellda nudd uppvið hann. Þetta er sígilt dæmi um starfuckers, vegna þess hve hann er lesinn, þá hlýtur sá sem um hann skrifar að verða lesinn. Eða eitthvað. Ég þarf að leggja mig.
Egill Helgason er kannski ágætur gaur, en uppá síðkastið - tja - hefur mig bara farið að langa geðveikt til valda honum skaða. Sjá hvernig hann brygðist við. Ég er viss um að það yrði eitthvert versionið af milljóndollara feisi sem kæmi á hann.
Ég er samt ekkert að draga úr, það bókstaflega sýður á mér af reiði - sem ég kem samt ekki alveg orðum að.