Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

 

Kvort er betra að fara saddur að sofa en vakna óskuldugur?

Mmmm, saddur... muldrar ásjóna hans og sekkur inná milli fólskulegra kjálkanna.
Og vakna skuldugur!
Ja...
Þetta er agalegt, segi ég, alveg agalegt. Þú hefur stimpilvald og færð að blunda, en ég hef aldrei fengið að njóta mín. Þú áttir kost á að verða eins góður og þú hefðir viljað. Þú vildir þótt þú vildir losna við það og varðst að fá það sem þú vildir; þú nenntir ekki öðru. Með því að þvengja að þér sultarólinni tókst þér að fá það sem þú vildir. Sem sagt: Þú hefur fengið þinn framgáng, svo góður sem þú ert. Ég hef alla ævi orðið að vaka, svo vondur sem ég er. Samt held ég að að svo góður sem þú ert og svo vondur sem ég er sé ég eins góður og þú ert vondur þegar þú ert bestur.

Steinar Sigurjónsson, úr Djúpinu

Þurs í dag, drengur með jójó í nótt.


Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Ummæli [Atom]