Góðan dag,
ég tók mína árlega "tólf ára" klippingu núna nýlega. Sko, ég er því algjörlega mótfallinn að þetta sé klippingin mín, þetta er bara klipping. Svo vex hárið og vex, það er klippingin, vax! Ég er semsagt sem Vax-klippingu, ókei?
Fór í gær til Valda, ég átti inni hjá honum þúsara sem ég tók út í Uprising plötu Bob Marly, og svo keypti ég Change plötuna Change (með Yackety Yack...). Uprising er fín, klassa lög einsog Redemption Song, sem ég hafði ekki heyrt lengi o.s.frv. Change hef ég ekki enn gefið neinn séns.
Hitti svo Gumma, skólabróðurinn, endemis fúlskeggjaðan, svo að ég raun blygðaðist mín fyrir hve stutt ég er kominn á þessari óumflýjanlegu þróunarbraut. Hann sagði mér frá fyrirbærinu Frelsissjúkir Þrælar. Það 'made my day' - sló út alla brandara sem ég hef heyrt undanfarna viku eða svo. Enda er raunveruleikinn alltaf fyndnastur, einsog við Birkilandar sönnum á sjálfum okkur kannski.
Í Skífunni(!) gerði ég góð kaup fyrir lítinn aur, þar var til sölu fyrsta Fairport Convention platan á 1700, og Kevin Coyne plata á 700! Báðar góðar, Fairport í skemmtilegum 60's stíl, eru svona miðja vegu milli rólegra VU laga og Kinks (finnst mér, engum öðrum). Þau taka nokkur kover-lög, Joni Mitchell og svo Dylan, og Time Will Show the Wiser eftir snillinginn Emmitt Rhodes. Ég hef ekki heyrt það með honum, það er næst á dagskrá. Emmitt var alveg frábær lagahöfundur.
Coyne platan er frekar spes, er alveg 78 mínútur, full einhæf í hljóðfæralegum skilningi, það er alltaf þetta sama gítar, bassi, tromma, píanó. Coyne hefur skemmtilegan söngstíl, einhversskonar væl neðan úr maga, skrækt en ryðgað! Platan, Marjory Razorblade, er hálfgert konseptt verk, um geðveiki, uppáhalds lagið mitt er House on the Hill. Súrt hvernig viðlagið eru eintóm Funny, Funny, Funny, Funny, Funny, Funny... It's making me cry!
Þetta var góð lýsing hérna á þessu góða lagi!