Fórum í mat niðrí Meðalholt, sem var gott að venju; læri og sósa.
Mér skilst að eitthvað leiðinda lið sé flutt inn fyrir Svanhvít og Kolla (mömmu og pabba Ísaks). Þau vilja brjóta vegginn utan um garðinn og fá bílastæði í garðinn! og færa þá brunahanann um leið! Þetta fólk kemur víst úr þessum miðbæjarhreinsunum, seldu húsið sitt fyrir moll! Fokking pakk. Við mamma fengum þannig enn aðra ástæðu til væla yfir þessum plönum; mamma þó meiri, enda á neðri hæðina.
(Guðmundur Ólafson - hagfræðingur og bolla - getur farið til fjandans. Hann þykist eitthvert átorítet í þessum umræðum því hann býr á Laugaveginum, svo læri ég í kvöld að hann býr við hliðina á Kjörgarði í ljóta, ljóta húsinu hvar einhverjar gull og gimsteina skrifsofur eru, og gular slettur eftir öllu. Það er ekki furða að hann þyrsti í álíka smekkleg hús og sitt, svo smekklaus sem hann þá er.)
Mamma lánaði mér verðlaunaverkið Skugga-Baldur. Ég vann mér til heiðurs að lesa fyrir Örnu nákvæmlega 99 bls. í því nú í kvöld. Ég hætti ekki fyrren mig var farið að verkja í hálsinn, og hana í eyrun. Þetta gekk vel og var gaman, hún er samt ekki skrifuð fyrir upplestur, þó ég næði nokkrum áhrifaríkum töktum, þá var það oft full greinilegt að ég náði sumum þessara one-liners alls ekki. Mér sýnist hún vel skrifuð, oft ljóðræn og orðfarið er skemmtilegt. Arna bað mig að lesa tóa sem tófa - ég lét ekki undan því.
Um helgina las ég aðeins í Jack London safni sem ég átti uppí skáp. Smásagan Long Face kom af stað ótrúlegum þankagangi og spennu í mér. Atburðarásin, eins lítilfjörleg og hún í raun er, þó hún snúist um líf og dauða, er snilldarlega plönuð. Blóð blóð blóð.
Samúð er orð sem ég gleymdi algjörlega í umræðu gærkvöldsins, sem snerist svo mikið um vorkun. Samúð hugnast kannski ungfrúnni betur, ha?
Það er eftirspurn eftir raunveruleika, sagði einhver í Víðsjá (útvarp). Tja, hversu fokkt er það?
Heví!
Hí hí hí. En svona án gríns....
>