Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

fimmtudagur, mars 10, 2005

 

Standards of living, they're rising daily,

but, home O! sweet home,
it's only a saying.

b.f.

[færslu eytt, til að strá salti í sárið, hellti ég úr byttunni yfir eina örk, og tala undir rós, heví rós]

hérna hliðiná búa rúnar og selma, frægt par eða þannig
útum reykplásssgluggann sting ég höfðinu og hita nóttinni
yfir risíbúð þeirra syngja stjörnur með drjúpandi höfuð um perlur í skeljum
í sjónvarpsbláma rúnars er selma í sjónvarpsbláum kjól
yfir risíbúð þeirra syngja stjörnurnar, lútandi höfði, um stjörnur í skelkjöftum

ég er ekki dómbær á minn eigin skugga, einsog leikari,
eða þak, einsog skáldin, öll flækjust við í þeim og föllum fyrir þeim og með

þögnin er bein lína milli mín og selmu, þegar hún skiptir um nærföt í beinni og gáir ekki að sér

en í nótt þarf ég að reykja útum glugga, og sé það sem ég sé
stjörnurnar syngja um perlur meðan stjörnurnar sofa fyrir opnu sjónvarpi
hvað geimurinn þolir margt! segi ég og spyr,
gegnum samanbitna rauf í hnúð útí rassgati, enn einu sjávarplássinu:
áttu nokkuð skothelt svar, þarna, þú?

þögnin er bein lína milli mín og þín, þegar ég skipti um nærföt í beinni og gái ekki að mér

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Ummæli [Atom]