þjáningarsnauðu lífi marga sex daga viku...Hundrað hurðir.
Ég gerði góða ferð í Perluna og fann margt sem maður sér ekki hér í búðunum. Fann Mose Allison plötu, Lou Christie, best-of af Walker Brothers re-union plötunum (með Nite Flights! besta diskólags í heimi! jei!), Flaming Groovies plötuna Teenage Head, nokkrar Jamíkanskar plötur með m.a. John Holt og Agustus Pablo. Safnplötu með Ronnie Lane, þriðju Television plötuna (sem er fín). Svo fann ég líka fyrstu Wailers plötuna, sem heitir því leiðinlega nafni Best Of... Á henni er Caution, sem H kalla Varúð. Caution er jafnvel betra en Varúð!
Um páskana vorum við Arna fyrir austan, í Bjarnarnesi. Þar komu við Gunnar frændi ásamt Guðmundi Ólafssyni, ég talaði nú ekkert við hann um skipulagsmál við Laugaveg. Það er ansi gaman að honum. Annars höfðum við það gott, lásum og svona.
Las The Last Party, sem er um brit-poppið - hún styrkti mig ennfrekar í hatrinu á Gallagher-bræðrum, en vakti hjá mér feikna áhuga á þessum Suede plötum sem ég hef ekki heyrt. Þáttur Tony Blair er nokkur, það að hann gat notað þessa músík sem stökkpall sýnir hvað hún var dekadent; niðurstaðan er eiginlega sú að brit-poppið hafi verið uppfullt af fólki sem vildi verða frægt!
Kink, sjálfsævisögu Dave Davies las ég líka. Það var rétt sem ég hafði lesið að hún væri ágæt fram að geimverum, en Dave heldur því fram að einhverjar verur hafi yfirtekið heila sinn um nokkra daga skeið á níunda áratugnum. En það gæti svosem einsverið og hvað annað.
Einhvern skáldskap reyndi ég að lesa, en það er allt hálfkarað enn. Eina sem ég lauk við, var sjöundi lestur á Farðu burt skuggi, eftir Steinar Sigurjónsson, sem ég hef loks eignast.
Á morgun fer ég á skyndihjálparnámsskeið. Það líst mér ekkert á, finnst sem það gæti orðið alltof mikil pressa á mér, ef ég lendi í því að ganga fram á hálf örendan ræfil á bílastæði. Ég er að spá í að falla.
Megas á víst afmæli. Öll þessi athygli á honum undanfarið, hefur valdið einhversskonar backlashi hjá mér, svona er maður nú pretentious. Verstir eru nú samt þessir star-fuckers einsog þessi Tóta pönk og Hjálmar eitthvað, þau eru víst samt "persónulegir vinir" Megasar. Hvað þýðir það? Veitir hann þeim persónulega áheyrn stöku sinnum? Eða eitthvað. Hverjir eru þá vinir Megasar, Björn Bjarnason?
Maður hefur það svona á tilfiningunni að þau fíli sig einsog þau eigi afmæli. En við óskum Megasi og vinum hans til hamingju með afmælin, Megas er ansi góður.
Mikil ósköp skal ég lofa því að næsta færsla verði skemmtilegri, um eitthvað spes, ekki belg og biðu mylnsa tveggja vikna rotnunar.
>