Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

mánudagur, apríl 18, 2005

 

Yes, you love me/ and you sow all my clothes,

I love you baby/ but so it goes...
...
Jesus Christ!


úr Hot Burrito #2, langflottasta Jesus Christ-i! allra tíma!

Einn góðan dag, skal ég gera yfirbót fyrir allt - og alla.
---

Tók úr Meðalholti: allt James Thurber safnið mitt, og hlakka til að lesa það aftur, hann er mjög skemmtilegur höfundur, Heljarslóðarorustu, eina Syrpu (sem mér var ráðlagt að lesa í eina sögu!) og Útlendinginn eftir Albert Camus.

Ég hafði lesið Útlendinginn áður, þegar ég fékk hana, en nú var einhver krapp mynd um Camus í sjónvarpinu um daginn sem minnti mig á hana, eins að ég var að lesa Sartre og um existensíalsimann. Stíllinn kom mér á óvart, voða fjarrænn, en laid back, mig minnti einhvern veginn að það væri mun meiri átök.

Ég vil ekki láta reyna á neina amatöra greiningu - enda les ég ekki þannig - vil samt segja að þessi bók minnti mig á gamla tíma, þegar hver einasti texti fyllti mig einhverri heimskri og sætri gleði, nýrri sýn, nýrri leið, annari þrá og glæstari vonum... beautifullari konum... snjallri hljóm... safaríkari úrlausnum - meiri beit, í næstu bók.

Það er samt margt enn sem ég vildi segja, en kem mér ekki að, nema; við mælum með Útlendingnum, hún er meistaralega útfærð með örlitlum útúrdúrum, hinum erfiðustu spurningum og kannski rosalegustu svörunum!

Fyrstu kaflana las ég í gær undir sæng, en restina las ég í dag, í hléum og reykpásum, og ég get sagt með sanni að ég er ekki hræddur núna, eða leiður yfir að verða deyja. Ég tek undir með Mersol, og segi, einsog ég nótaði í litlu bókina og undirstrikaði á bls. 148 með svörtu bleki, við spurningunni um hvaða líf ég vil:
Þá hrópaði ég upp: Líf þar sem ég myndi eftir þessu lífi.
Það hlýtur að vera eina leiðin til að fá hið fullkomnasta samfélag, þar sem fólk lærði af reynslunni.
---

Mér finnst mjög fyndið hvernig Kolbrún Bergþórsdóttir flissar, það er meira að segja svolítið sexí, og þá sérstaklega þegar hún flissar að kynlífslýsingunum úr einhverri bíó klámmynd: 'Já, já! hí hí!
---

Til að enda þetta á fallegri nótum! vil ég minnast á útgáfu Flying Burrito Brothers á Wild Horses, hún er mun fallegri í söng, og ýktari í blús. Svo er píanóleikur Leon Russell mjög viðeigandi!

Hversu langt er maður leiddur þegar maður er orðinn sökker fyrir slide-gítar?

Annars er soldill existensíal-ískur bragur yfir Jagger og Richards í Wild Horses: Let's do some living after we die! Sic! Eða hvað, er ég að misskilja þetta allt?

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]