Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

sunnudagur, maí 15, 2005

 

The athmosphere's a fine blend of ice,

I almost stone cold dead, in a town called Malice.

Ég er orðinn svo fullorðinn, er kominn með smekk fyrir sveppum. Þurfti alltaf að pína þetta helvíti oní mig, einsog ógeðslegt hálfblautt stofuheitt bónuskornflex. Verst var samt sveppate-ið, það er nú meira ógeðið.

'Carry me back, down the Gasoline Alley where I started from...' syngur Rod í mér, en ég var að koma þaðan...

Djöfull er samt feitt að cyckla í hægindum sínum með flaksandi skyrtuboða og jakkadraf, velfylltan maga og verðskuldaða rettu eftir túninu með A Town Called Malice með Paul Weller í eyrunum, meðan gamla fólkið fer í göngutúra og krakkarnir keyra útí sjoppur til að taka spólur og glápa á óléttar stelpur...

Ég á ansi netta 7" með Jam. Hún er alveg see-through, virkar soldið einsog filma bara, og spilast einungis öðru megin, bara eitt lag, helvíti gott lag. Hef oft spáð í það, hvers vegna hún er svona, dett helst í hug að hún hafi komið með tímariti eða eða eftir svoleiðis leiðum.

Fékk bókina Kinks: All Day and All Of The Night fyrir helgi. Hún er einsog dagbók, frá 1962 til 1996, allir konsertar og margir set-listar og umfjallanir úr blöðum frá þeim tíma, auk ýmiss annars, giftinga, fæðinga osvfr. Það er í raun svo mikil upplýsingafæð, að það er næstum of mikið.

Hvað, er 15di í dag? Já, finnum eitthvert ár:

Ja. Ég get sagt ykkur að á morgun, 16da, eru tuttugu ár síðan (The Kinks Present) A Soap Opera kom út í Englandi. Barbara Charone skrifar í Sound: "Soap Opera is proof that Ray Davies finest songwriter, touching us deeply, reaching within our own fantasies." Hvorki NME né Melody Maker gagnrýna plötuna, og hún kemst ekki á lista í UK, en nær í 56 sæti í Bandaríkjunum.

En 15 maí 1965, 'headline-uðu' Kinks konsert í Winter Gardens í Bournemouth. Auk þeirra spiluðu Mickey Finn, Jeff & Jon, The Yardbirds, The Riot Squad, Val McKenna og Goldie and the Gingerbreads. Compere var Bob Bain, það mun held ég vera MC. Það er frí daginn eftir.

Lesendum léttir kannski við, að ég hefi ekki í hyggju að halda þessu neitt áfram, nema um sé að ræða einhvern tímamóta viðburð eða skondinn atburð. Það má fá hugmynd um hvernig innihald bókarinnar er, innvolsið, hér: eða hér.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]