Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

þriðjudagur, maí 24, 2005

 

Doesn't matter where she is tonight

Or with whoever she spends her time
If these arms were meant to hold her
They were never meant to hold her so tight


Í Góða Hirðinum festi ég kaup á Split Enz plötunni Time and Tide á 50kall, bók um íslenska náttúrufræði og á Níu Þjófalyklum Hermanns Stefánssonar, hvor um sig á 100kall. Bók Hermanns kom út fyrir jól! Ef við gefum okkur að einhver hafi hent henni, þá er það skondið í ljósi þess að í einni sögunni, Vegamót, er sögumaður ruslakall, sem einmitt finnur bækur af ýmsum toga í ruslatunnum.

Einusinni fann ég, á tveim mismunandi en nálægum stöðum, rúmlega þrjátíu blaðsíður úr Dís. Þessi Burroughs-lega aðferð við lestur - því þær voru merktar ýmsustu tölustöfum og ekki í neinni röð - léði athöfninni göldróttan blæ, því til að sýna smá festu, reif ég hverja blaðsíðu eftir lestur í tætlur, og sáldraði oní poka af sérbökuðu.

En ég er líka ruslakall.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]