Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

fimmtudagur, maí 05, 2005

 

This world is big and wild and half insane

Í tvo langa mánuði beið hann úti fyrir hinni nöktu, ömurlegu strönd í mynni Santa Cruz, eins og maður, sem lent hefur í stórhríð, veit ekki hvar hann er staddur og bíður skjálfandi steinsnar frá húsi sínu án þess að hafa hugmynd um að hann þyrfti ekki nema að ganga fáein skref til að komast í öryggi og skjól. Í tvo mánuði, tvo endalausa hræðilega mánuði hélt Magellan kyrru fyrir á þessum eyðilega stað og braut um það heilann, hvort hann myndi finna sundið eða ekki. En aðeins tveim dagleiðum sunnar var Magellansund, sundið, sem átti eftir að bera nafn hans um alla eilífð. Maðurinn, sem átti eftir að svipta blæjunni af síðasta leyndardóminum um yfirborð hnattar vors með prómeþeifskum glampa í augum, varð að þola arnarklær efans líkt og Prómeþeifs fram á síðustu stund.

Úr Magellan, könnuður Kyrrahafsins eftir Stefan Zweig

Ég segi einsog Zweig, í tvo mánuði!

Saga Magellans er furðu sætsúr, engin teljandi, ógurleg skakkaföll, önnur en uppreisn og svik, flótti og dauði. Og fall hans sjálfs fyrir nöktum hundum Silapúlapús, er kannski bara rökrétt framvinda sögunnar; ekki efans, heldur sigranna, þeir taka sinn toll líka, býst ég við.

Texti Zweig er skemmtilegur, hans skringilegu viðhorf virka hálfgamaldags, og oft, þurfti ég að vona að hann væri að grínast, sbr. tal um rétta trú og so videre. Annars er ég orðinn hálf fanatískur á allt væl um trúarbrögð, hvað nafni svo sem þau heita, að það þarf ekki lengur mikið til, að ég stökkvi uppá nef mér, eða amk dæsi, og væli! Nei!

En að öðru, og nú er spurt: hvað hét maðurinn er fyrstur fór umhverfis heiminn?

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]