Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

laugardagur, maí 14, 2005

 

Well, it's Paris again, but this time it's fall

Misty and cool, but alive
I've been to the sights from the Louvre to Pigalle, just waiting for night to arrive
For all the papers and posters I've seen
They talk of nothing else but Josephine
Down at the Folies Bergere - that lustrous haven


Fann loksins fínan safndisk með Sailor þeirri ágætu hljómsveit, hann inniheldur meðal annara hið stórfína lag, Josephine Baker. Ég get ekki staðist þá freistingu að birta þessa mynd með, þó sú sem ég fann og var 'censored' hefði líka verið góð. Á þeirri mynd, hafði verið komið fyrir svörtum borða yfir ósiðlegum brjóstunum, sem á stóð CENSORED.

Hef aðeins verið að skoða sögu Sailor, og þá kemur í ljós þessi góði stíll, að í harmony við nafnið voru meðlimirnir auðvitað allir í Andrésar Andar búningum, en ekki bara það, heldur snerust líka flest, ef ekki öll, lögin um sjómannslíf og stelpur. Td Girls of Amsterdam, Girls Girls Girls, Panama, Let's Go To Town etc.

Besta lagið er líklega Sailor - á eftir A Glass Of Champagne - lag sem Brian Wilson hefði viljað semja, og Beach Boys sungið, þegar þeir tóku upp Sail On, Sailor (ég er bara ekki frá því að sé 'homage' enda var það tekið uppí Hollandi, hvar þeir voru vinsælir). Það virðist líka hafa verið bannað, því í því er ýjað að hómósexúalisma, af þeirri tegund sem hendir menn á langferðum án kvenna. Amk, er til önnur útgáfa þar sem úr þessum aðdróttunum er dregið.

Out Of Money, er svo lag sem ég tek til mín núna, og er orðið að anthemi hjá: Oh! girl, I'm out of money! aftur og aftur! Snilld.

Það er kannski best að lýsa þeim sem svona mitt á milli Steve Harley, Roxy Music og Queen! Þeir taka upp þennan jazzaða franska þjóðlagastíl frá Steve og Cockney Rebel, tónlistin er mjög akústísk með slaghörpum af ýmsu tagi, Kajanus reynir að croona einsog Ferry, og stelur einni eða tveimur hugmyndum um nostalgíska spillingu frá honum. Og svo eru slatti af lögunum ömurlegar hálfkaraðar hugmyndir, og cheesy einsog búast má frá Queen.

Annars,

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]