Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

þriðjudagur, júní 28, 2005

 

Che che kule

Che che Kofisa

Ég sit hérna í gamla herberginu mínu í Meðalholtinu, skaust hingað í hádeginu. Núna er miklu vistlegra hér síðan ég fór, allt í hreinna lagi og ég gæti hugsað mér að vinna að einhverju hérna, lesa, reykja. Það er ennþá fullt af gömlu plötunum mínum hérna, líka hinum sem ég átti ekki en hlustaði á. Núna er á fóninum Osibisa platan Heads. Osibisa sem var samsett af 3 Ghönum og öðrum þremur frá Karabíahafi. Og það virkar líka svona vel, ekkert meira afró en karabískt. +

Nostalgía - eitthvað - farinn út að reykja.

Er að lesa Stríðsmenn Salamis, hef gaman að.

Ég lá uppí rúmi, las rólega, reyndi að hafa hugann við orðin og merkingarnar, ekki detta í morgundaginn, en þá, og bara eitt af mörgum: José. Ég einsog dett, fell, hausinn leiftrar inní sér - ég sé ljós á síðunni úr augunum, hugsa José Martí. Quantanamera (sic) og eldsnöggt áfram: Stelpan sem var svo hrifin af því, vildi alltaf að ég spilaði Pete Seeger að spila það live fyrir hana - og hafið í huga að ég er að reyna að lesa - haldiði ekki að ég hafi fengið fokkings Litlir kassar svo rækilega á heilann, að ég varð að leggja frá mér bókina.

Ég kalla það che che kule - það er che che Kofisa. Við erum það, beiiibí.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]