Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

sunnudagur, júní 26, 2005

 

Föstudagur 26. júní 1981

"Læknirinn sagði að hitamælirinn okkar væri bilaður og ekkert að marka hann, svo nú líður mér mun betur.

Fór á fætur í tuttugu mínútur í dag. Horfði á Leikskóla barnanna í sjónvarpinu undir stjórn Carol Leader. Hún er nú uppáhalds sjónvarpsstjarnan mín.

Pandóra færði mér "batni þér-kort". Hún teiknaði það sjálf með tússpenna og undirritaði það "Þín að eilífu, Pan".

Hvort mig langaði að kyssa hana! En varirnar á mér voru enn svo skorpnar."


Mér hefur verið lokað ótímabundið, ég hef enga tækni lengur til að nýta mér. Vonandi get ég skotist í þennan drifhvíta blett til að æla smá, en það kemur allt bara í ljós.

Ég kýs að skilja við, með þetta kryptíska dagbókarbrot úr fórum Dadda, eilífðartáningsins.

Uns næst, hafið það með einslitlum sykri og hægt er og hafið í huga að ég elska ykkur.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]