"Læknirinn sagði að hitamælirinn okkar væri bilaður og ekkert að marka hann, svo nú líður mér mun betur.
Fór á fætur í tuttugu mínútur í dag. Horfði á Leikskóla barnanna í sjónvarpinu undir stjórn Carol Leader. Hún er nú uppáhalds sjónvarpsstjarnan mín.
Pandóra færði mér "batni þér-kort". Hún teiknaði það sjálf með tússpenna og undirritaði það "Þín að eilífu, Pan".
Hvort mig langaði að kyssa hana! En varirnar á mér voru enn svo skorpnar."Mér hefur verið lokað ótímabundið, ég hef enga tækni lengur til að nýta mér. Vonandi get ég skotist í þennan drifhvíta blett til að æla smá, en það kemur allt bara í ljós.
Ég kýs að skilja við, með þetta kryptíska dagbókarbrot úr fórum Dadda, eilífðartáningsins.
Uns næst, hafið það með einslitlum sykri og hægt er og hafið í huga að ég elska ykkur.
>