Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

föstudagur, júní 03, 2005

 

I saw two shooting stars last night

I wished on them but they were only satellites
Is it wrong to wish on space hardware?
I wish, I wish, I wish you'd care


Ég vil biðja nýja lesendur velkomna, S.Helga et al. Mig langar eiginlega helst til að biðjast fyirfram afsökunar á öllu þessu bulli hér, en hef það ekki í mér. En uppgjafartónninn er raunverulegur. Ástæða þess að ég hefi aldrei flíkað bloggsíðuskrifum mínum, er sú að mér þykir það hvorki sérlega heillandi iðja né til neinnar eftirbreytni. Einnig, hef ég reynt að vera persónulegur, en það er eitt hvimleiðasta form tjáningar sem hugsast getur. Á hinn bóginn, þá er einlægni það eina sem ég kann, og þessvegna er það svona harðlæst og bundið - eiginlega sökkt líka og dregið, sjórekið lík, á laptopp strendurnar, svo ekkert er eftir nema umgjörðin af manni sem einu sinni fann og fannst eitthvað um eitthvað.

Laptopp strendurnar. Ég kem sjálfum mér sífellt á óvart, með því að rehasha gamlar færslur frá sjálfum mér. En, ó, að blogga um bloggið sitt! Er til verri glæpur!

Að öðru:

Þegar ég spilaði fyrir Yndriða í gær Billy Bragg, hálfhnussaði í honum, og hann sagði: Þú hlustar bara á tónlist sem hefur mikla áherslu á vókalinn. Bragg - sem á línurnar að ofan - finnst mér ansi 'poignant' og ljóðrænn, það er working class ljóðræna í honum, sem er mögnuð með áherlsu á "vókalinn". Svo ég klykki út um þetta, þá gengst ég alveg við þessu, mun svara hnökkunum þegar þeir spyrja hvað það er eiginlega, þetta sem ég hlusta á: Tónlist með mikla áherslu á vókalinn.

Kover Braggs á Walk Away Renee með nýjum texta, er magnþrungið grín á kostnað Hrafns 'the Human Lion' Gunnlaugsonar.

Afhverju er allt þetta bloggerdæmi á kínversku? Ég skil hana ekki, og þarf iðulega að prófa mig áfram með skipanirnar. Og ég hef ekki sama húmor fyrir þessu, og þegar ég þurfti að útskýra fyrir heilli fjölskyldu í sjoppu hér í bæ, að ég vildi fá 500krónurnar í 100köllum, með handapati. Það var fallegt, einsog atriði úr raunsærri digitalbíómynd, með heimildamyndarblæ, frá árinu 2000.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Ummæli [Atom]