Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

föstudagur, júní 17, 2005

 

If you think you're groovy,

you don't even move me.

Ég finn ekki fyrir pressunni, en ég sé hana. Mig langaði að vera með einhver uppsteyt núna í morgun, á Austurvelli, veifa skyrdollum, jöggla skyrdollum, borða skyr. En ég drakk smá bjór, sofnaði á gólfinu, var ekki alveg í standi fyrir svoleiðis þegar ég vaknaði. En hugmyndin var góð; að hræða þetta helvítis Geir Jóna pakk. Það held ég að sé nóg, núna, bara að hræða það.

Reddarar dagsins eru mamma og Guðmundur, fyrir að redda bíl, svo Arna kæmist á Litla-Hraun með bækur og drasl fyrir Paul.

Ég þoli ekki bíla pakk, sem leggur uppá gangstéttum og bakkar útúr stæðum einsog það eigi heiminn, bakkar næstum því á mig. Næst skal ég öskra á það, og það þó þau séu með smábörn eða púðluhunda. Mig munar ekki um það. Ég er farinn að hata svo mikið, hatrið bókstaflega pínir mig, svo ég verð að finna blórabögglana í augunum, öskrandi á þau.

P.P. Arnold feat. Small Faces - If You Think You're Groovy

Mig langar að deila með ykkur aldeilis frábæru lagi með bakraddasöngkonunni PP Arnold. Hún byrjaði held ég að syngja með Ike og Tinu Turner, ein af Ike-ettunum. Svo söng hún með Stóns, Small Faces í Tin Soldier, Pink Floyd og núna með Roger Waters.

Lagið er flutt með Small Faces, og það má heyra í áþekkri rödd Steve Marriotts í viðlaginu. Trommuleikur Kenny Jones er þessi vanalegi, útúrflúraður af allskonar litlum slaufum, það virðist sem hann stoppi aldrei. Aðrir standa sig vel.

PP hefur líka sungið allskonar coverlög, Angel of the Morning og First Cut is Deepest kannksi þekktust. En If You Think You're Groovy, er snilld af Small Faces kaliberi, algleymt 60's popp-wonder bomba frá Immediate. Og það spillir ekki að Marriott tekur allann haust-modd fílinginn upp í, intro-inu, þennan stíl sem hann var að smíða svo vel áður en Small Faces urðu að Faces, og hann brann út ´i einhverjum stadíum pælingum.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]