>
Skrif Sigga pönk um skyr-málið eru, held ég, ein þau allra bestu um þetta mál. Það er enginn vafi lengur í mínum huga, aðgerðin var réttmæt, sjónarspil sem hristi upp í landinu, það eru ekki lengur nein mótrök sem bíta á mig. Afleiðingunum verður svo bara að taka sem hverju öðru, þó það gæti orðið sárt á ýmsa vegu.
Fékk Amazon HAUL-ið mitt áðan, er að hlusta á Reynard the Fox af Fried. Cope segir það vera að einhverju leiti um refaveiðar, um 'bewildermentið' sem hlýtur að koma á refina: 'Why are they doing this?' Ég verð allur meyr, hugsa til rebbans, sorglegt, trist. Það sem pirrar mig mest við þessa ímynd, því ég hef einungis einhverja ímynd um refaveiðar, er skemmtanafílingurinn, þessi yfirstéttarstíll, allir helvítis hundarnir, einsog það sé bara eitthvað djók að drepa. Gott grín. A day out.
Fokking þúsund á móti einum.
Ég er á einhverjum Makka og get ekki gert svona flotta linka, skipunin kemur ekki upp, bara spell check og allt hitt á kínversku. Svo ég set hér svona crude link á Sigga pönk:
http://www.helviti.com/punknurse/dagbok.htm
Svo er ég líka að spá í að kaupa þessa anarkistabók af honum, eða þeim. 500 kall er ansi lítið fyrir bók, á íslensku, sem gæti opnað einhverjar gáttir, auk þess að styrkja gott málefni með smá framlagi. En ég fer ekki á þessi tónleika, ekki fyrir mitt litla líf.
>