Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

miðvikudagur, júní 01, 2005

 

Strike another match, go start anew

And it's all over now, Baby Blue.

Þegar allir eru flognir úr hreiðrinu, og ég eftir einsog bjáni með allt draslið þeirra, finnst mér það eðlilegt þó ég fari bara og beili sjálfur. Þó ég sé ekki með gemsa, er ég næstum alltaf símtali frá hverjum sem vill í mig ná.

Ég myndi hringja á lögguna, ef það ylli ekki svo mörgum, svo miklum áhyggjum.

Áhyggjur eru einsog besta kúin á bænum, það þarf að mjólka hana. Og hún fær best að éta.

Ég er kominn heim, með Óðni Valdimarssyni, er 1999 króna virði. Í ljósi aðstæðna, er það kannski nokk fokkin fyndið, að það er núna uppáhalds lagið mitt í heiminum. Klýfur upp listann, með hverri spilun.

Annað lag sem hefur verið í uppáhaldi hjá mér, er Dylan snilldin It's All Over Now. Keypti plötu með Chris Farlowe, gömlum Immediate moddara, þarsem hann tekur það. Ágæt útgáfa, alls ekki sú besta - hana eiga Them - en það merkilega við hana er, að við það eiginlega skeytt Four Tops lagi við! Frekar spes, kannski of jolly, playful, en góð pæling engu að síður.

Annars, þá er ég við sama heygarðshornið, allt má fara í rassgat og áfram eftir þeim götunum.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Ummæli [Atom]