INNLIT/ÚTLIT
Ég var að bogra:
Þvottavélin vindur föt.
Tónlistin Pulp Different Class.
Og ég velti fyrir mér, hvort ég gæti nokkurn tíma reiknað út hvað þetta eru margir damp og lonely fimmtudagar. En, ég er ekki samræmdur eða neitt við neitt og rökfesta mín er á við gulrótina sem dregur asnann, svo ég velkist enn í vafa. Dreg áfram asnann, grjóthlassið og þetta svimandi svipuhögg hreinsilagarins um víðlendur prívasíunnar; hið óblíða fer fögrum orðum og blikar kalt, á barmi postulínsins.
Á eftir kemur einhver og glápir á þessa ráðgátu, Hvert fer kúkurinn?
>