Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

fimmtudagur, júní 09, 2005

 

Who the hell makes those missiles,

when they know what they can do?

Draumum mínum um að verða skítaskáld, hafa á síðustu dögum verið margoft nálægt því að rætast: þegar við opnum brunnana hefur mér fipast, og svimi ágerst svo í hyldýpi klóaksins hef ég næstum fallið oní. Eins og það sé eitthvert aðdráttarafl, sem ég hef sjálfur skapað.

Ef ég væri maður, hefði ég látið mig falla. En ég er, held ég, hræddur (einsog allir alvöru bóhemar).

Að öðru, ekkert er mér farið að leiðast jafn mikið og kaldhæðni. Kaldhæðið svar, við innilegri spurningu, það er næstum orðinn að einhverskonar standard hjá þeim sem ég þekki. Það er leiðinlegt. Eiginlega bara ömurlegt.

Engir sem ég hef heyrt í, jafnast á við Hollies í harmóníunum. Ótrúlegir snillingar.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]