you're tearing it apart,
so fuck you.Segir Harry Nilsson, og vill meina að það sé raunverulegt, raunverulegra en eitthvað annað, einhver önnur aðferð við tjá sig, að það yrði í raun alltaf bara orðskrúð fyrir "fuck you". Ég felst ekki alveg á það - ég bara vil það ekki, get ekki - þó, þó það sé heillandi. Að segja bara, að allt, á sömu nótum, sé ekkert nema fuck you.
Sá ágæti tónlistarmaður Orri Harðarson, hefur verið óvenju hreinskiptinn og kannski einlægur undanfarið. Í tilefni þess, og þeirra vandamála sem hann hefur útmálað sig um, tók ég til síðustu plötuna hans og renndi í gegn áðan. Þar eru mjög hreinskiptin og einlæg lög um sömu vandamál. Hún er mjög góð.
Nú, þegar ég opna fyrsta bjór helgarinnar, og finn að það er óvenjumikði málm bragð af dósinni, sé ég að hann er hættur að skrifa á netið. Ég hef blendnar tilfiningar gagnvart því, það var óvenjulegt að fylgjast með þessum skrifum, gægjuþörfinni fullnægt og hálfgerð spegilmynd af mínum á tímabili.
Ég vil óska Orra góðs bata, vona að hann komi sér aftur á skrið. Ég bíð spenntur eftir nýju plötunni sem hann hefur verið að tala um, Orri er einn af þessum semi-recluse listamönnum Íslands sem hafa gefið út hvað bestar plötur, það er, þær eru góðar útaf hæfileikunum, ekki vegna einhverra novelty takta.
You're a scary old place out there, World.
But I couldn't be happy without you,
and I swear all my thoughts are about you,
the most beautiful World in the world
Aftur Nilsson með áminningu fyrir okkur öll. Mig, Orra og sjálfan sig. Nilsson nær manni með brosinu, ekkert er jafn minnisstætt og brosvekjandi hanagal, eða melankólískir textar, angandi af sjávarsalti og roki ofan Skaga.
>