In a coloured costume of your choiceÉg vil vera fyrstur til að beina sjónum ykkar að því, að dagbókarbrotin hans Stefáns Jónssonar, sem birt eru í nýja TMM, minna óneitanlega á skrif vinar okkar Ágústs Borgþórs. Stebbi vælir yfir því að vera stimplaður barnabókahöfundur, en Gústi yfir því hve smásagan er lágt skrifuð hér. Vonandi verða valdar færslur Gústa, birtar seinna meir af einhverjum nýmóðins miðli, til að vekja með fólki bros. Samúðin er samt öll hjá Stefáni, það væri kannski hægt með Gústa, ef brotin hans yrðu vel valin, ekki þessi sjálfsstyrkingar/sjálfblekkingar sjálfhælnis yfir engu Þættir úr lífi auglýsingaorðsmiðs.
Annars er mér vel við ÁBS, þarf eiginlega að lesa eitthvað eftir hann.
TMM er frekar slappt, er Silja ekki löngu búin að plægja þann akur sem barnabókmenntir eru? Vetrarljóðin eru eitthvert það bjánalegasta sem um getur, í fokkings sumarheftinu! Það varla nokkuð að lesa finnst manni.
Mér datt það í hug í morgun, að ég hlyti að vera mest faux-intellectual-atvinnu-verkamaðurinn á landinu. Það er mér ekki neinn heiður, ég er ekki að setja mig á háan stall, ekkert kætti mig meir en ef þessi órökstudda fullyrðing væri afsönnuð.
Fékk Paris 1919 plötu John Cale frá frumskógunum; hún er góð, mjög góð, mjög
ensk; lagið er Graham Greene, í reggítakti! en það er hvað ég geri: fæ mér te, við hálsbólgunni, hristi mallann í reggítakti, tek töflurnar, fæ mér te með Graham, Gústa og Stefáni. Íklæddastur grástu nærjunum, húðlitum herðum, maga og leggjum. Rís upp, slétti úr þessum fellingum, leyfi nágrönnunum að lesa mig. Loksins, segir enginn.
Við erum dekkstir á handarbökunum, hvístir þarsem hárið felur komandi skallann. Ó! viðrum þrælar fegurðarinnar! Gildanna, vitið!
>