>
Þetta breik-öpp í beinni, það gekk ágætlega, bærilega – ég hélt það yrði verra – en ég get ekki annað en viðurkennt að ég fékk sting í magann þegar ég heyrði af dæmalausri framkomunni við mína ástkæru vinkonu. Það sem er kannski verra en allt, er að þessi framkoma er ekki dæmalaus. Ungt hugsjónafólk á leið til mið-austurlandanna má búast við þessu, yfirheyrslum, innilokun og jafnvel barsmíðum. Ég þykist líka vita að Arna hafi þekkt hættuna, hafi undirbúið sig.
Og ég veit að hún er sterk, jafn sterk og hún er falleg.
...
Mér líður annars bærilega á nýja staðnum. Hugga mig við að það sé bara temporary, hef A Quick One While He's Away, lagið, á repeat.
"I missed you and must admit I kissed a few,
and once did sit on Ivor the engine' drivers lap..."
Það grátlega gott stundum að vera til.
>