við fjöllin, sem mikið orð fór af. Hún var í morgunkjól um hádegið og síðdegiskjól um nónbilið og kvöldkjól um miðaftan. Og svo átti hún náttkjól og sjö pils og 50 slifsi og sjö danska skó, og allt eftir þessu, sem eina heimasætu getur prýtt. Gullfesti bar hún á úlfliðnum og gulldjásn í eyrum. Hún drap hendi sinni aldrei í kalt vatn og talaði aldrei neitt ljótt, - hugsaði aðeins um föt og samkomur.Guðmundur Friðjónsson, Feðgarnir á Hillu (1906)
Þetta er skemmtilegt, kannski ekki einsog ég vildi skrifa, og enn merkilegra með tilliti til aðstæðna Guðmundar, atvinnubóndans með áhugamálið. Jafnvel merkilegra hve vel hann skrifar, sérstaklega auðvitað um sveitalífið.
Og samúðin með konunum er óendanleg, mann hálf grunar að hans frú hafi haft það gott - eða vonar.
Leiðinlegt að flýta sér svona. Feðgarnir á Hillu er mjög góð, ádeilan á brennivínið etc.
>