I see you in my minds eye, strangling on your tongue. Mási er dáinn.
Þegar hann verður borinn til grafar, settur í jörð, finnst mér sem þúsund vanar tapist, hverfi eða gleymist. Ég veit að margir voru vanir að sjá hann, gangandi til vinnu á hverjum morgni, hvernig sem viðraði; margir sáu hann við störf sín - með másaprikið - eða heyrðu hann tauta fyrir munni sér eitthvað óskiljanlegt, meðan hann tók sér pásur í strætóskýlum. Ég var vanur að sjá hann, sitja á sama staðnum niðrá stöð, í sama stólnum.
Hann var vel lesinn, þekkti fullt af gömlum höfundum og hélt oft uppi skemmtilegum, óvenjulegum skoðunum. Ég hefði þurft að tala meira við hann, hefði ekki átt að forðast það, einsog ég gerði.
Mér finnst sem ein keðjan í lífinu sé horfin - hlekkirnir vanafesti, þessi tiltekna vanafesti. Púsluspilið er enn á borðinu, þó það hafi týnst eitt púslið, eitt ólögulegasta og óþekktasta brotið.
>