daglegrar lífsvistar, meðan vér erum háðir þeirri meginvillu, að allar hreyfingar eyði einhverju broti af ódauðleikanum. Afstaða hinna sýnilegu líkama hverra til annarra stofna skammlífi vort og vonleysi um alþekkingu.Úr Sjónhverfing tímans e. Einar Ben, Eimreiðin, 1930.
Á bókalagernum hjá Skjaldborg, fann ég safn ritgerða Einars Ben og keypti þriðja bindi rita Benedikts Gröndal, sem inniheldur sjálfsævisögu hans, Dægradvöl.
Einar hefur greinilega verið orðinn ansi bilaður, þegar hann er að skrifa þessar greinar um tímann og geiminn í Eimreiðina um '30. Sjónhverfing tímans byrjar svona:
Að því fullskynjuðu, að takmörk geimsins eru komin undir eiginvitund alverunnar, og að því athuguðu, að hnattbundin hugsun lendir utan við sig sjálfa í ríki heimsandans, ætti efsta stig vors jarðneska þroska að geta lyft oss á sjónarhæð yfir ráðgátu hinna eilífu tilvista.
Þetta skil ég ekki - en hef gaman að. Ég fæ soldið kikk í að lesa svona texta upphátt, það er einhver hrikaleg tilfinning fyrir alvitund langt attanúr fortímanum, sem klípst í mig og togar upp munnvikin.
Njahh.
>