Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

sunnudagur, júlí 03, 2005

 

This is nothing like it was in my room,

in my best clothes, trying to think of you.

Er aftur í gamla herberginu mínu, og það er ekkert einsog það var í gamla herberginu mínu. Það varla að hægt sé að segja, að þetta sé það herbergið. Og að auki, og í rauninni, er ekkert einsog það var í gamla herberginu mínu - EKKERT. Það átti allt að vera öðruvísi, amk einsog ég ímyndaði mér það.

Það er ekkert eins. Einu sinni átti ég heima hér, ekki lengur, svo átti ég heima, en ekki lengur; ég er húsnæðislaus, einmana og - alltumþað - ömurlega sorrí og lélegur.

The english are waiting, and I don't know what to do -
in my best clothes.
This is nothing like it was in my room...


Ég þarf að klípa mig. Minna mig á górillurnar, hælsærin, blóðug munnvikin og samviskubitin í löngum dögunum sem fylgja, svo ég fari ekki að drekka, hringja útum allt eftir dópi. Eða einhverju.

Sama hvert ég hleyp, ég kem alltaf skríðandi aftur: hingað, þangað - þangað hingað.

Ha, ég fer þangað hingað. Það er þá einn sannleikur. Og líka að gagnvart minu cosmoi, fer fólk frekar hinn veginn, hingað þangað. [sannleikur, frekar eitthvað A, B dæmi]

En. Það er ekkert eins, ég er ekki eins, það er enginn eins, það er ekkert einsog það var í hausnum mínum. Nokkurntíman.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Ummæli [Atom]