Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

föstudagur, júlí 15, 2005

 

when she walks in the room

then you know
why your date says it's late
time to go
and you know you can't leave
you must stay
'til her laughter has drifted away

Bryan Ferry af sinni ágætu sóló plötu The Bride Stripped Bare

Mikið - ég vil ekki blóta, ég blóta stundum of mikið - er þetta lag gott! Strengirnir! Bassinn! Ferry!

Ef það er til betri stjarna en Ferry, þá máttu benda mér á hana. Án gríns, þá er hann svo ógurleg stjarna, fæddur í Newcastle af einhverjum kolanámumönnum, að einhver stjarnfræðingurinn ætti að finna, bara fyrir hann og hans vegna, einhverja nýja stjörnu og nefna eftir honum.

En þetta með hláturinn, er allt satt og rétt. Ég get ekki farið fyrr. En. En

Öfga hjartslátturinn varði alveg þangað til ég komst aftur á hótelið. Á þriðja bjór er ég orðinn sáttur. Kringlan - ég hræðist hana. Örlögin sem ég sé í augum mannanna, hræða mig. Kannski voru þeir einsog ég, næmir og góðir, með óskir og drauma, en lentu í Kringlunni því einhversstaðar völdu þeir rangt, gengu inní eitthvað sem þeir hræddust.

Núna er ég farinn að bulla.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]