To acquire the valley for the nation
They'll dig up the land, they're gonna make a dam
And build a hydroelectric power station
Fast talkin' lawyers from the government
Went and beat proud mountain woman down
Hey mountain woman, take your mountain man
They took your land and flood your valley
Spend my life with my mountain woman
They're uneducated but they're happy Kinks - Mountain Woman
Kominn úr austurför; dvaldist í höfuðbólinu Bjarnanesi, við lestur og kaffidrykkju; lagði svo í eina för uppá Kárahnjúka, hvar ég hjálpaði lítið eitt til við búðirnar og var, ásamt öðrum, hundeltur af löggumönnum þeirra austanpíkna.
Ég var ekki lengi á hálendinu, en sá með eigin augum ofríkið, paranojuna, fyrirhugað stíflusvæðið – og mér blöskraði. Ég sá þúsund varðmenn verja hvern afleggjara. Ég sá litla stráka í stórum bílum, uppbúna fyrir stríðsátök, hyljandi skallann með alpahúfum og tásurnar með hnéháum hermannastígvélum; mér varð barasta hugsað til mammna þeirra allra.
Séra Lára, með átta milljónirnar, flúði undan hópnum úr messunni á Laugardal. Við “guðsþjónustuna” voru einhverjar afdankaðar jeppafamilíur, svo ekki varð messufall, þó sérsveitar tryllitækin tæku okkur í svifaseinustu lestarferð sem um getur. Við fórum hægar en Kennedy heitinn.
Ég sá aur/eðju leirinn sem áin ber fram, þykkt lag hjá brúarstæðinu. Sama lag og verður yfir öllu stíflusvæðinu á vorin – bara enn meira af því, og á enn stærra svæði en smá grasbarði við bakkana. Þetta verður nefnilega miðlunarlón, sem tæmist, því það er nánast ekkert í ánni á veturna.
Á leiðinni suður ókum við með stóran lögreglujeppa um allt hérað og alveg uppá sýslumörkin. Sílspikuð löggan var ánægð að við skyldum stansa í sjoppunni, nóg át hún af pylsunum, og brosti, glottandi kámugur fávitinn.
Okkur var meinaður aðgangur að Dimmugljúfrum, þeim sem verður sökkt. Ég er í raun ekki vissum að það sé þeim mögulegt, að hindra svona för okkar.
Fólkið í búðunum gat ekki verið betra, það sem ég hitti af því. Synd að næstum engir Íslendingar gátu séð sér fært að mæta eða vera með. Ég er ekki að setja mig á háan hest, en ég gat þó gert eitthvað. Í hjarta mínu er ég orðinn enn meir á móti þessum framkvæmdum en ég var. Þær eru ekki bara spjöll, heldur líka bjánaskapur: fégjöf til útlanda og að miklu leiti óúthugsuð.
Bóndinn í Reyðarfirði sem ég ræddi við, sannfærði mig ekki, heldur, af sínum missi við framkvæmdirnar, leiddi í ljós fyrir mér, hve rangt stjórnvöld hafa haft við, og hve þau eru mafísk í reynd. Mafísk. Mafeking. Mafeking-andinn er einsog fokking flugeldasýning yfir austurlandi; reyndin af virkjuninni er engin, það skal fara úrskeiðis sem fer.
Og fullt af þessu er
orðið.
Og í orðum strákanna sem vinna við framkvæmdirnar: AUMINGAR.
Ekkert Joð hjá þeim, sem er alveg í lagi. Stjórnvöld eiga þetta Joð ekki skilið.
Seinna skal ég fara yfir neysluna á bókum, mat og lögum í Bjarnanesi.