Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

 

I was fourteen and a half,

and it wasn't no laugh!

Love comes in spurts (oh no it hurts)
Love comes in spurts (it hurts)
Love comes in spurts (oh no, cuz)
Love comes in spurts (it always hurts)

richard hell, love comes in spurts

Brjóstmyndin af Þorsteini Erlingssyni, á Klambratúni, minnir mig þónokkuð á Hómer, hrokkið hárið og breitt andlitið. Hún er að verða ein af mínum uppáhalds styttum.

Einar Ben styttuna hef ég ekkert stúderað, lítið lesið hann td, svo á ég ekki leið um hans túnenda að jafnaði. Ég á engar minningar frá styttunni, að undanskilinni þeirri frá í gær er ég leit á hana rannsakandi yfir hálfan völlinn, síðan að á bakvið hana, fyrir um sjö árum, að við Arna kysstumst fyrst.

Mig minnir það þannig, amk.

Annars á hún afmæli í dag. Til hamingju með það, Arna mín.

Fékk smá breik í skálduninni í gær, sættist á frásagnaraðferð og þvíumlíkt og hugsaði um það frameftir kvöldi. Uppí rúmi yfirfór ég þessa hugmynd: hún kallaðist ansi mikið á við íslenka skáldsögu sem kom út fyrir rúmum sjö árum (og þykir ekki góð í dag, held ég). Svona getur lífið kallast á við skáldskapinn.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Ummæli [Atom]