ýmsar stefnur lífið tekur;
sérhvað eðli sínu hlýðir
sínum föstu lögum háð.Alla þessa rúmföstu daga í sveitinni eyddi ég í, að lesa og læra utan að kvæðið góða Vonin eftir Kristján Jónsson. En, því miður, þá virðist ég ekki hafa gáfur til utanbókarlærdóms af þessu tagi. Sem er leitt og pirrar mig.
Sumt man ég, annað ekki.
Megninu úr vöku dagsins í dag eyddi ég í fúlu kompaníi dósahláturs, sveittur í hnésbótunum. Ég var einsog límdur í sófanum. Ekkert spennandi eða uppbyggjandi við það.
Ég ætla ekki að minnast á Laugaveginn.
Keypti Phobia, síðustu Kinks plötuna. Það er svosem útséð með að það sé nokkuð varið í hana – ekki frekar en hinar fóbíurnar.
Keypti líka Mercury Rev, All is dream. Þekkti nokkur lög af henni, þau eru fín – annars er frekar grunnt á þessu hjá þeim, ‘beauty’ eftir uppskrift finnst manni stundum. En mér stendur á sama.
Keypti líka Coming Up plötu Suede. Ég er orðinn mikill Suede maður. Brett Anderson er vel versaður í poppfræðunum, textarnir oft frábærir, oftast góðir.
Keypti safnplötu með Rúnari Júlíussyni, bara til að fá Tasco Tostada, sem er algjör snilld – fínt líka að fá sumt af hinu, Ununar lagið td.
Innvolsið í mér er eitthvað ónotalegt, það umlykur mig sýra. Helvítis hamborgararusl. Ég hugsa með maganum.
>