And never let it get us down, we gotta put up a fight
Moments to remember all our lives
From the first brief hello to the last good-bye Raymond, Moments
Hvað er einsog prófíllinn; nefbroddur, augabrún, rauðskella á háu kinnbeini; á einhverjum sem þú kannski elskaðir einhvern tíma, í hálffullri búð?
Það er einsog að kaupa flösku af einhverju sem gerir þig brjálaðan og veikan í maganum. Aftur og aftur, einsog reynslan sé fíkn, fíknin reynslan.
Og ég sný mér undan, færist nokkrum skrefum framar; flöktandi augnaráð mitt lendir á afgreiðsludömunni, hún lítur á mig ungan á helvítis kortinu, á andlit sem ég ber ekki lengur: afmæli sem ég fagna ekki.
---
Francis Bacon, skilst mér, sagði að það væri líklega jafn vont að fæðast og að deyja. Ég varð hræddur undir sæng við að fæðast aftur, það heillar mig ekkert.
>