Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

föstudagur, september 16, 2005

 

And so it’s my assumption

I’m really up the junction
squeeze

“Þannig að ég tel, að það sé vísast að ég sé kominn í tómt fokk.”

Mig langaði bara til að liggja í svita næturinnar í fleiri tíma í morgunsárið, ekki bæta við einum degi í alltof langa vikuna, ekki svitna í rigningunni. Ekki að það muni há mér, ekki það. Helvítis laugardagana vil ég eiga.

En ég er víst í tómu veseni, þó ‘things’ séu ‘looking up’ og ég eignist fastan samastað bráðlega – vonandi. Samt er einsog það sé slökkt á döpru saxafónunum, - fortíðin, hið liðna, er, vá, Ó svo bjart! blikandi brún á hverju því fyrirbæri sem ég reyni að mæni á: Þeir eru hættir að framleiða minn bláa ópal; kalt gas bragðið sem velktist í opinmynntu andliti mínu svo lengi; klóróform-skánin á freðnum tönnunum og á mér svo skökkum... mig langar að hverfa aftur og kortleggja þetta rölt um bæinn, hvert ég fór, svo ég geti sært þetta ástand fram. Burt.

Kannski í lagi, ég hafði varla getað étið eina töflu svo árum skipti en...

Meitillinn hamrar í steininn burt, eina flís enn; gasið hefði nægt í helför.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]