Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

mánudagur, september 19, 2005

 

Everybody's misused him

Ripped him up and abused him
Another junkie plan
Pushin' dope for the man


Undanfarið hef ég ekkert verið að dufla í raunveruleikanum, ekki þannig, mest verið flúrandi minn raunveruleika, en þannig auðvitað eignast hann algjörlega sjálfur. Nú vil ég samt aðeins minnast á eitt, óttalega lítilfjörlegt atriði úr deginum.

Þar sem ég sit og ríð net á svellkaldar stangir og hlusta á mitt Poppland, kynnir hinn oft svo ágæti Freyr Eyjólfsson lag með Curtis Mayfield, sem er svosem í góðum metum hjá mér, ómþýð falsettan etc., svo ég sperri eyrum: “Næst er það Freddie’s Dead með Curtis Mayfield úr samnefndri mynd...” sem er í sjálfu sér frekar klúðurslegt (því það er auðvitað úr Superfly), miðað við að maðurinn er á launum við að segja þetta, en hann bætir um betur, eftir smá hik: “...sem fjallar um fyrirbærið Freddy Kruger”! Sem gerði það að verkum að ég heyrði lagið einsog það fjallaði um Freddy Kruger, sem kannski lífgaði uppá daginn minn.

En ég fer ekki ofan að því, að maður á launum við að tala í útvarp á ekki láta svona útúr sér, það er þá mun betra að þegja en útdeila kolröngum upplýsingum.
---

Keypti mér reggí-tímarit sem heitir því frumlega nafni Riddim, fyrsta tölublað. Fyndið að sjá hvað er verið að pæla í þessu í dag. Diskurinn sem fylgdi olli nokkrum vonbrigðum, sérstaklega Jah Cure, sem ég hef heyrt mikið látið með í ýmsum miðlum. Hungry, með Fantan Mojah er fínt og Better Mus’ Come með Michael Rose einnig – enda bæði ‘sufferer’ lög, ekkert glys eða hommahatur eða neitt annað sem plagar þetta nýja, stafræna reggí.

Ég vil glys í rokkinu mínu, glam í pönkinu, eld í trúbbunum, kynlíf í fiðlunum, Raymond í Kinksurunum; gleðina sem fylgir harðræði og hörmulegum kjörum í reggíinu mínu.
---

Á bókasafninu tók ég gamla Lithaugska bók, Mylluna á Barði, sem mikið hefur verið látið með í fjölskyldunni undanfarið; Kjallarann eftir Steinar Sigurjónss, seinustu bókina hans; að lokum tók ég Fallið eftir Camus, ég var samt á höttunum eftir Plágunni.

Ég er samt ekki enn búinn með Svartfugl; í fyrrinótt og síðan hef ég tekið framfyrir hann einhverja pulp-druslu sem er argasta klámbók frá Bandaríkjunum, Fear of flying eftir einhverja konu, Jong. Ég skammast mín að viðurkenna það.
---

Hver dagur endar nokkurnveginn svona.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Ummæli [Atom]