Hver er að þræða villigötur auðnanna inní tún svefnrofa minna?

miðvikudagur, september 28, 2005

 

I'm looking 'round madly

for something to find
that might give me a front
to put something... something behind...

Kevin Ayers - Whatevershebringswesing
(ég missi vatn yfir þessu lagi!)

eitt) Ég stóð lengi í þeirri meiningu að amma mín hefði haft eigið hár og að ég hefði farið í hálskirtlatöku. Á sama deginum, sömu fimm mínútunum, var það leiðrétt: hún var með hárkollu og ég fór í nefkirtlatöku. Svosem ekkert áfall, en...

tvö) Ég fæddist í Svíþjóð og bjó þar fyrstu fjögur árin með mömmu minni. Ég talaði víst einhverskonar hrognamál, blöndu af sænsku og íslensku sem enginn nema mamma skildi. Það bætti kannski ekki úr skák að ég var alltaf með stíbblad nef (þessvegna voru þeir teknir úr mér), svo mikið raunar, að þó það væri ekki stíflað, notaði ég það ekki við að tala. Samt talaði ég og talaði. Seinna var ég nokkuð í talkennslu - sem felst aðallega í því að geifla sig framan í spegil.

þrjú) Ef mér líður illa, hvort sem það er vegna fossblæðandi sárs, tannpínu eða taugaáfalla, þá drekk ég mjólk, eins mikla mjólk og ég get. Það hefur aldrei virkað neitt þannig, en ég gæti ekki hugsað mér að gera það ekki: því þá myndi ég deyja.

fjögur) "I was only a kid and I wasn't prepared for the emotional pressure and stresses of it," segir Raymond um úrslit ástsýkinninnar, í laginu bráðgóða First Time We Fall In Love af Schoolboys In Disgrace plötunni. Það átti við mig.

Ég eyddi þúsundum nátttklukkustunda í að lesa rosalegar bækur og fantasera löngu áður en ég hafði þroska til. Það orsakaði ekki nema að ég mætti ekki í skólann, varð andlega óstabíll þrettán ára, og fleira sem ég vil ekki nefna. Allt leiddi þetta líklega til þess að...

fimm) ég borðaði stöðugt bláan ópal í lengri tíma. Ef svo vel vegnaði að ég vaknaði á morgnana, þá teygði ég mig fyrst í pakkann frá nóttinni áður, í hádeginu fór ég og fékk enn meira, ég kjamsaði alltaf á þessu í vinnunni, í boðum og þvílíku. Hvert kvöld var umlukið þessu, hver nótt; ég gat ekki sofnað án þess. Undir mánaðamót þegar ég var peningalaus eða ekkert var kannski til af þessu í bænum, þá skalf ég í freknóttum taugahrúgu búningnum í ömurlegum herbergjum, í ömurlegri bið. Ég var ómögulegur við allt og alla; ég fokking litteraði!, hreytti ónotum í börn! td.

Þetta tímbail varði merkilega lengi, næstum fjögur ár, meira að segja löngu eftir að ég var hættur að hafa smekk fyrir þessum ófögnuði.

Stundum held ég fram að ég hafi komið óskaddaður útúr þessu, en það er kjaftæði, því, í bland við hitt úr pokunum, gerðist ég svo heiftarlega nojaður, hræddur og slappur, að jafnvel ekki stelpurnar hefðu getað leikið mig svo grátt. Ég var bilaður.

En, ei meir: ég lít á það sem inngrip æðri máttarvalda, að framleiðslunni hefur verið hætt á þessum bláa ópal; ég reyki ekkert hass án þess.
[þetta er mannamálsútgáfan á fyrri færslu um þetta mál]
---

Ef Helga hefur ekki fengið færi á að leika, þá býð ég henni að gera svo vel, öðrum ekki. Að klukka, það hlýtur að þýða að mann fýsi að sjá svo færslu, því er ekki beint fyrir að fara; ég vil engar uppskriftir að þeim, þó réttirnir séu og verði kannski ágætir, mér hugnast betur freestyle-ið. Og bara þá hjá þeim sem mér hugnast.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]